Monday, October 1, 2012

Sumarbústaðar - notalegheit.

Dásamleg helgi að baki.

Það er svo gott að stíga aðeins út frá lærdómsumhverfinu, bara til þess eins að slappa af og borða góðan mat í faðmi fjölskyldunnar.

Það var nákvæmlega það sem helgin fór í, í sumarbústað í Miðhúsaskógi. Mér finnst alltaf svo fallegt á því svæði og þegar ég var yngri ætlaði ég sko að eiga sveitabæ rétt hjá Laugavatni, veit nú svo sem ekki hvað verður úr því í framtíðinni.

Flott saman

Það var spilað

Og hlaupið, enda fátt betra en heitur pottur eftir erfitt hlaup

Sætar systur í pottinum

Mikið kúr

:)
Vigný Lea á róló

Við skötuhjúin sáum um forréttinn á laugardeginum, reyndar aðalega Raggi. Það er sko ekki leiðinlegt að Raggi gefur mér ekki tommu eftir í mataráhuga og eldamennsku og okkur finnst fátt skemmtilegra en  að útbúa góðan rétt með tónlist á fóninum.

Svona lofar alltaf góðu :)

En það var humar sem varð fyrir valinu, keyptum Kolaportshumarinn og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum og verðið var gott.

Hráefni ; 

600 g. pillaður humar 
100 g. brætt smjör
2 stk. kramdir og saxaðir hvítlauksgeirar
Smávegis steinselja, fínsöxuð
Salt

Hvítlaukssósa ; 

2 stk. fínsaxaðir hvítlauksgeirar
1/2 dl koníak
1/2 l rjómi
Smá vegis steinselja, fínsöxuð
Salt og pipar
100 g smjör
1/2 sítróna

Aðferð ;

Humarinn var steiktur á pönnu uppúr smjöri, koníak var sett út í það og látið sjóða. Því næst var rjóma bætt út í og látið sjóða niður um helming og kryddað með sali og pipar.
Afangurinn af smjörinu fór svo út í, ásamt steinseljunni og safinn úr sítrónunni kreistur yfir allt saman.

Humarinn, pillaður og klár

Steiktur á pönnu
Steinseljan skorin smátt
Borið fram á ristuðu brauði með sósunni og
góðu hvítvíni.

Þessi uppskrift er úr þáttunum GRILLAÐ, matreiðsluþáttum sem sýndir voru á Rúv.

Mamma fylgdi okkur fast á hæla með heimagerðri jógúrtsósu, nan brauði, hýðisgrjónum og kjúkling sem smakkaðist afar vel.

Við enduðum síðan góða helgi á lummum hjá tengdó á skaganum og afmæli hjá afa mínum sem er 76 ára í dag. Til hamingju með daginn elsku afi ;)

Nú er það alvaran á ný, stærðfræðipróf seinnipartinn og mikill lærdómnur! En að er stutt í næstu helgi sem verður ekki af verri endanum.

Þangað til næst,
- Líf

No comments:

Post a Comment