Það er svo gott að stíga aðeins út frá lærdómsumhverfinu, bara til þess eins að slappa af og borða góðan mat í faðmi fjölskyldunnar.
Það var nákvæmlega það sem helgin fór í, í sumarbústað í Miðhúsaskógi. Mér finnst alltaf svo fallegt á því svæði og þegar ég var yngri ætlaði ég sko að eiga sveitabæ rétt hjá Laugavatni, veit nú svo sem ekki hvað verður úr því í framtíðinni.
| Flott saman |
| Það var spilað |
| Og hlaupið, enda fátt betra en heitur pottur eftir erfitt hlaup |
| Sætar systur í pottinum |
| Mikið kúr |
| :) |
| Vigný Lea á róló |
Við skötuhjúin sáum um forréttinn á laugardeginum, reyndar aðalega Raggi. Það er sko ekki leiðinlegt að Raggi gefur mér ekki tommu eftir í mataráhuga og eldamennsku og okkur finnst fátt skemmtilegra en að útbúa góðan rétt með tónlist á fóninum.
| Svona lofar alltaf góðu :) |
En það var humar sem varð fyrir valinu, keyptum Kolaportshumarinn og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum og verðið var gott.
Hráefni ;
600 g. pillaður humar
100 g. brætt smjör
2 stk. kramdir og saxaðir hvítlauksgeirar
Smávegis steinselja, fínsöxuð
Salt
Hvítlaukssósa ;
2 stk. fínsaxaðir hvítlauksgeirar
1/2 dl koníak
1/2 l rjómi
Smá vegis steinselja, fínsöxuð
Salt og pipar
100 g smjör
1/2 sítróna
Aðferð ;
Humarinn var steiktur á pönnu uppúr smjöri, koníak var sett út í það og látið sjóða. Því næst var rjóma bætt út í og látið sjóða niður um helming og kryddað með sali og pipar.
Afangurinn af smjörinu fór svo út í, ásamt steinseljunni og safinn úr sítrónunni kreistur yfir allt saman.
| Humarinn, pillaður og klár |
| Steiktur á pönnu |
| Steinseljan skorin smátt |
| Borið fram á ristuðu brauði með sósunni og góðu hvítvíni. |
Þessi uppskrift er úr þáttunum GRILLAÐ, matreiðsluþáttum sem sýndir voru á Rúv.
Mamma fylgdi okkur fast á hæla með heimagerðri jógúrtsósu, nan brauði, hýðisgrjónum og kjúkling sem smakkaðist afar vel.
Við enduðum síðan góða helgi á lummum hjá tengdó á skaganum og afmæli hjá afa mínum sem er 76 ára í dag. Til hamingju með daginn elsku afi ;)
Nú er það alvaran á ný, stærðfræðipróf seinnipartinn og mikill lærdómnur! En að er stutt í næstu helgi sem verður ekki af verri endanum.
Þangað til næst,
- Líf
No comments:
Post a Comment