Wednesday, October 24, 2012

HalloWeen 2012

Þið getið rétt ýmindað ykkur hvað skipulags, föndurs og skreytingaróðri manneskju finnst um HalloWeen.........

Ég ætla að halda uppá Hrekkjavökuna á Tjarnargötunni fyrir stelpurnar og ég er nokkuð viss um það eigi eftir að verða gott kvöld.

Smá fróðleiksmoli í boði Vísindarvefsins;

"" Hrekkjavaka eða eins og hún nefnist á enskri tungu Halloween er stytting á nafninu All Hallows Evening sem er kvöldið fyrir 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Hefð myndaðist fyrir því að á HalloWeen væru brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum á Írlandi og Skotlanfi tíðkaðist einnig að kveikja í bálköstum. Einnig fóru börn og fullorðnir á milli húsa, gjarnan klædd í alls kyns búninga.

Þegar Skotar og Írar fluttu til Ameríku á 19. öld fluttist Halloween hátíðin með þeim. Í Bandaríkjunum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auðveldari að skera út og tóku þar af leiðandi við. ""

Það er svo sem gaman að vita þetta en persónulega finnst mér ekki endilega skipta máli hvaðan hátíðin er eins og fólk vill gjarnan benda á að við séum að herma eftir Bandaríkjamönnum og eigum ekki að vera að taka upp þennan sið og annan. Gott og blessað með þá skoðun en ég vill meina að þegar fólk kemur saman og hefur gaman þá skiptir ekki máli hvers lensk "ástæðan" sé. Og hananú!

Ég allavega er byrjuð að plana veisluna á laugardaginn, búin að þræða ýmsar föndurbúðir, Tiger, Sostrene grone og búningarbúðr ásamt því að leita á vefnum góða. Ekki það að ég fæ hjálp við skreytingarnar svo að ég vona að þetta verði bara töff!!

Ég viðurkenni að ég kveið svolítið fyrir að fara í búðirnar sökum þess að í fyrra eyddi ég HalloWeen úti þar sem það gjörsamlega flæddi HalloWeen skreytingum og búningum út úr búðunum. En það kom mér skemmtilega á óvart hvað er til mikið í búðunum hérna og meira að segja á Laugarveginum má sjá skreytingar í búðargluggum núna í vikunni.

Ég mæli með að allir skelli sér í búning og geri eitthvað skemmtilegt með vinum eða fjölskyldu.



- Líf.



No comments:

Post a Comment