Sunday, October 28, 2012

HalloWeen

Í dag er rituð færsla númer 100 á blogginu mínu! Ég er afar þakklát fyrir heimsóknirnar og það tvíeflir mig í að halda áfram skrifum mínum þó þau séu um allt og alls ekki neitt.

Á laugardaginn stóð ég við mín plön og hélt uppá Hrekkjavökuna! Ég missti mig auðvitað í skreytingunum, fékk til mín Alexöndru og Eyju og saman umbreyttum við Tjarnargötunni og höfðum gaman að. Stelpurnar komu svo hver á fætur annarri og við skemmtum okkur eins og alltaf yfir drykkjum og spjalli. Ljómandi lukkulegt kvöld og ég ætla að deila með ykkur myndunum ; 

Skreytingarnar; 

Föndurtími.

Eldhúsglugginn


Viðeigandi kertaskreytingar




Augnblaðra












Blóðugur krani.

Þetta er nú bara einu sinni á ári , það má alveg missa sig!!! 

Ég hafði mitt bara einfalt og fínt, átti þennan hvíta kjól, fékk slör og svo bara gerviblóð á allt saman! Brúður dauðans:


Áður en blóðið kom!

Eftir blóðbað



Svo voru stelpurnar ekki síðri ; 

ÍA stelpan FAN nr.1 

Gery í Spice Girls

HarryPortter

Sexy Vampire

Glanni Glæpur

The one and only, Elis Presley

Fjólublátt vínber!

Eitt af því besta við mínar vinkonur, það er sama hvað það er. Ég þarf aldrei að efast um að þær verði all inn sem gerir allt svo skemmtilegt sem við gerum :)

Nú á stærðfræðin minn huga og hjarta fyrir próf í vikunni. 

Eigið gott sunnudagskvöld!

- Líf

2 comments:

  1. Vá þetta er æði! Ekkert smá flottar skreytingar, elska baðherbergið og köngulóavefinn ;) Hvar fær maður svona fínerí?

    ReplyDelete
  2. Kærar þakkir :)

    Það mundi vera Partýbúðin sem á heiðurinn af því :)

    ReplyDelete