Akureyri skartaði sínu fegursta eins og von var á og félagsskapurinn var til fyrirmyndar.
Smá ferðasaga í máli & myndum ;
Til að fá sem allra mest fyrir okkar snúð ákváðum við að taka hluta af Borgarfjarðarbrúnni með okkur
til minningar.
Hér fyrir ofan má sjá Nonnahús en við gengum einmitt Nonnaleið í göngutúrnum okkar.
Heilsað uppá Nonna |
Kirkjugarðurinn |
Föngulegar húsmæður í sólinni |
Akureyri er einn af mínum uppáhalds stöðum, hér má sjá brekkuna sem skíðamenn
stunduðu á árum áður. Fryst hafði í vikunni eins og sjá má á götunni.Eftirmálinn var ekki amarlegur, skálað í hvítu í heita potti á þakinu á húsinu.
Góður matur gerir allt betra. Hér má sjá nokkra af réttum okkar sem við fengum á Hofinu. Hofið er menningarhús Norðlendinga og svíkur engann!
Að snæðingi í Hofinu eftir góða og sveitta líkamsrækt.
Næst lá leiðin í mollið :
Sáttar með kjarakaup í Imperial |
Hópmynd |
Sannar húsmæður skilja engan útundan og búðirnar eru sko engin undantekning!!
Kvöldmaturinn á laugardagskvöldið sveik engann enda Gunnlaugur meistarkokkur á ferðinni í annað sinn, gæsabringur með öllu tilheyrandi. Meðal annars dásamlegri villisveppasósu sem ég finn næstum bragðið af ef ég hugsa nógu mikið um hana. Hindberjaísinn varð aftur fyrir valinu og ég sannfærðist um jólaísinn á Tjarnargötunni.
Næst var það að kíkja á næturlífið.
Klár í fjörið |
Við skelltum okkur á Græna Hattinn þar sem Todmobile léku fyrir DANSI !! :)
|
Nýbúin að fremja eitthvað mjög alvarlegt?! |
Rakst alveg óvænt á tvær Hollywood stjörnur! |
EllaOfurGella |
Allar saman velhressar! |
Svona nokkurn veginn var þetta bara! |
Sungið í lyftunni |
Ég tala nú ekki um hvað ég virkilega fatta hvað Húsmæðraorlof merkir. Aðeins að kúpla sig út frá litlum krúttboltum og hafa gaman. Ég var rosalega heppin að fá að vera með!
Takk fyrir mig!!
Þið MaxMiklu snillingar! |
- Líf
No comments:
Post a Comment