Sunday, October 28, 2012

Tourist for a day

Við stelpurnar gerðum okkar óvæntan en jafnframt stórskemmtilegan dag á síðastliðinn föstudag.

Það byrjaði allt með því að mér áskotnuðust miðar í hvalaskoðun á Kexinu og ég var nú ekki lengi að grípa til aðgerða og kallaði saman stelpurnar í ferð. Ferðin smitaði þó út frá sér og við enduðum á að taka túristann bara alla leið á þetta, fengum okkur kort af miðbænum og skoðuðum áhugaverða staði.

Ég hafði rosalega gott af þessu, sérstaklega vinnulega séð þar sem ég er allan daginn að mæla með því við fólk að það skoði þetta og hitt, fari þessi leið og svo framvegis. Nú fékk að ég sjá þetta svolítið með augum túristans og ég kunni vel við mig.

Fyrst af öllu komu stelpurnar til mín á Tjarnargötuna og ég smellti í búst handa okkur, nýji blandarinn hefur verið brúkaður mikið eftir að hann kom á heimilið.

Svo var klætt sig upp, skellt farangri í bakpoka og haldið á vit ævintýrana.









Við fórum til að byrja með og skoðuðum Hallgrímskirkjuna, fórum inní hana sem ég hef ekki gert síðan ég var lítil. Svo gengum við niður eftir Skólavörðustígnum og yfir á Laugaveg aftur þar sem við skoðuðum og tókum myndir og hlógum!!





Hádegisverður dagins var tekinn á Pakistanska veitingarstaðnum Shalimar sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hef að vísu ekki farið þangað eftir að við komum að utan en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Tveggja rétta kjúklingamáltíð með grjónum, salati og að ógleymdu dásamlegum hvítlauks naanbrauði.






Harpan var næsta mál á dagskrá, hef aðeins einu sinni komið inn í hana áður. Skoðum þar hvern krók og kima og ég er ekki frá því að þetta sé rosalega falleg og vel hönnuð bygging! Það gleymist oft í umræðunni enda forsagan ekki sú allra fegursta. En nóg um það.....



Hvalabáturinn var klár um eitt leytið og hinar fjóru fræknu voru mættar og komnar í þessa fínustu galla. Við fórum sko aldeilis ekki í fýluferð þar sem óvenju mikið af hvölum voru á svæðinu og við sjáum þrjár tegundir og var það aldeilis upplifun.






Eftir að hafa staðið úti, tekið myndir og skoðað vorum við orðnar vel frosnar svo við héldum inn í kakóbolla og spjall.




Það þarf aldeilis ekki að leita langt yfir skammt til að finna sér eitthvað skemmtilegt og áhugavert!

Mjög vel heppnuð ferð, góður félagsskapur og frábær dagur í alla staði sem endaði á Skagaferð, matarboði og tónleikum með Ásgeir Trausta og bandi. Upphitunina tóku þau Snorri Helga og ung söngkona sem hét Silla og það kom mér einnig á óvart á góðan hátt.



Alltaf gaman að sjá íslenskt tónlistarfólk í útrás. Mjög vel heppnaðir tónleikar fyrir utan það að það voru seldir alltof margir miðar sem varð til þess að stór hluti tónlistargesta (sem borguðu sama gjald og áður) þurftu að standa fyrir utan salinn, við barinn og sáu lítið. Mér fannst mjög illa að því staðið þar sem allir sem keyptu miða á tónleikana áttu rétt á að fá sæti og njóta tónleikana! Ég vona að þetta verði tekið all verulega til greina fyrir næstu tónleika sem haldnir verða á Gamla Kaupfélaginu.

En vinnuhelgi að baki, HalloWeen í gær en ég verð nú eiginlega að búa til sér færslu um þá skemmtun ásamt myndum.

Nóg í bili.
- Líf.

No comments:

Post a Comment