Helgin var rosalega notaleg, við Raggi héldum uppá daginn okkar á laugardaginn. Dagurinn hófst reyndar á lærdómi en áður en við vissum af vorum við á leið í sveitasæluna. Við vorum nú ekkert með rosalegt plan, keyrðum Þingvallarleiðina á Laugarvatn og stoppuðum á hinum ýmsu stöðum til að skoða okkur um, þar á meðal Laugarvatnshella.
Já það er kominn vetur! |
Í Laugarvatnshellum |
Eftir það lá leið okkar í Fontana Spa sem er staðsett á Laugarvatni, það var mjög notalegt.
"" Náttúruböðin sem nú hafa verið reist bjóða fyrst og fremst uppá að upplifa hina einstöku GUFU beint yfir gufuhvernum fræga sem heimamenn og gestir hafa nýtt til heilsubaða að minnsta kosti síðan 1929. Auk þess er unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug, dvelja í heitri saununni, ganga í volgum sandinum eða slaka á í fallegum garðinum. Jafnframt gefur dvöl í böðunum ávalt tækifæri til að skynja hina síbreytilegu íslensku veðráttu og áðurnefndrar fjallasýnar. ""
Myndir af síðunni fontana.is
Eftir öll þessi ósköp lá leið okkar á Argentínu þar sem við fengum dásamlegan mat. Humarhalar, nautalund og súkkulaðikaka í destert.
Ofur glöð með nýja pelsinn.
Klár í mat |
Súkkulaðikakan á Argentínu, MJÖG góð! |
Ritz, camenbert og sultan hennar Stensu frænku. Of góð blanda! |
Ég er mjög hrifin af Argentínu og ekki síður hrifin af 2fyrir1 tilboðinu þeirra. Það er nefninlega þannig að við Raggi erum mjög virk á síðum eins og hópkaup, 2fyrir1, aha og fleiri í svipuðum dúr. Það er auðvelt að detta niður á góða díla sem henta námsmönnum afar vel. Þá getur maður leyft sér öðru hverju að gera eitthvað sérstakt án þess að tæma budduna alveg.
http://www.2fyrir1.is/
http://www.hopkaup.is/
http://www.aha.is/
Mæli með að þið kíkið á þessar síður!!
En vikan er eins pakkbókuð og mögulegt er, þannig finnst mér þær skemmtilegastar. Það styttist í Halloween, Airwaves og fleira svo það er nóg framundan.
En meira um það síðar.
Góðan mánudag!
- Líf
No comments:
Post a Comment