Friday, October 12, 2012

Helgi

Á leið heim úr skólanum

Þingvellir

Akureyri

Kvöldgöngutúr í vikunni.

Haustið er alltaf jafn heillandi og litirnir eru engu líkir. Ég fer oft göngutúr um göturnar og ég er alltaf að verða hrifnari af miðbænum, finnst hann rosalega sjarmerandi.

Nú er komin helgi eftir langa viku, ég er eitthvað óvenju fegin. Á morgun er stórt próf í skólanum og það leggst á mann, en ég vona svo sannarlega að það gangi vel.

Maður getur verið svo spes stundum, þegar ég verð stressuð eða er eitthvað off þá finnst mér rosalega gott að nota bakstur til að dreifa huganum. Það er eitthvað við það, líklega því að ég get verið algjör klaufi og þarf því að einbeita mér all svakalega svo að það endi ekki allt í vandræðum. Þegar ég var úti, hafði ég mun meiri tíma til að baka og gerði mikið af því. Ég hef saknað þess og fann í dag hvað það getur verið gott fyrir hugann.



Lengi vel dreymdi mig um eigin uppskriftabók, ég gerði ekki annað en að fletta mömmubók og ég man ennþá hvað er á hverri blaðsíðu. Þegar ég flutti að heiman sá ég mér ekki annað fært en að búa mér til mína eigin og mér þykir sérstaklega vænt um hana. Ég er með alls kyns uppskriftir frá fólkinu í kringum mig.

Til dæmis mömmu-kanilsnúðar eru þeir allra bestu, stundum vakna ég á næturnar og er að hugsa um þá. Svona næstum en þið skiljið hvað ég meina! Þeir eru brjálaðislega óhollir og góðir eftir því. Ég hef bakað þá mjög reglulega í eitthver 2-3 ár. Ég vildi deila með ykkur uppskriftinni, svona fyrst það er nú að koma helgi.

Mömmu-Snúðar:
150 g smjör
1 1/2 dl sykur
800 g hveiti
2 msk þurrger
1 tsk salt
1 msk kardimommudropar

Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Bætið salti, sykri og smjöri út í og helmingnum af hveitinu. Hrærið vel, stráið hinum helmingnum af hveitinu yfir og látið hefast á hlýjum stað í 30-40 mínútur.

Deigið er flatt út, smjöri penslað yfir og að lokum kanilsykur.

Snúðarnir eru bakaðir í ofni á 225 gráðum í 15-20 mínútur.



Uppskriftin er stór en gerir 25-30 snúða eftir stærð, það er rosalega gott að frysta 3 og 3 saman í poka og eiga alltaf "nýbakað" og fínt eftir skóla.

Þessir snúðar minna mann á gömlu dagana og að það muni allt verða í lagi og öll sár grói á endanum.

Fyrst ég var á annað borð byrjuð þá gerði ég líka bananabrauð, líka vegna þess að ég átti banana sem voru að verða brúnir. Ég var reyndar aldrei þessu vant ekki með neina uppskrift en ég hef oft notað uppskrift af cafésigrun en í þetta sinn átti ég ekki allt í þá uppskrift. Hráefnin voru því einhvern veginn svona;

Bananabrauð:
250 g hveiti
100 g sykur
1 egg
3 bananar
1 tsk kanill
1 tsk salt
Smá sýróp
Haframjöli stráð yfir

Útkoman og lyktin á heimilinu er dásamleg


Gaman að segja frá því að sýrópið er frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Alabama frá Brönsstað sem nefnist Cracker Barrel. Ekta suðurríkjastaður en mjög góður. Námsmennirnir tóku auðvitað sýróp með heim til minningar. Aðeins hitað upp og það er ljúffengt hvort sem er á pönnukökur eða í bananabrauð.



Njótið vel, eigið góðan bleikan föstudag og helgi :)



- Líf.

No comments:

Post a Comment