Saturday, October 20, 2012

20/10


Í Laugarvatnshellum

Að elska er að elska
Að elska er að vera elskuð
Að elska er að þræta
Að elska er að sættast
Að elska er að gefa
Að elska er að þiggja
Að elska er að vera sammála
Að elska er að vera ósammála
Að elska er að hjálpast að
Að elska er að hlæja saman
Að elska er að spjalla saman
Að elska er að hanga saman
Að elska er að hlusta
Að elska er að virða
Að elska er að treysta
Að elska er erfitt
Að elska er yndislegt
Að elska er vinna
Að elska eru forréttindi 

Í dag erum við Raggi búin að vera saman í 8 ár. 8 ár eru 2920 dagar. 8 ár er langur tími.

Samband er vinna sem gefur hámarkslaun ef hún er unnin vel.

Ég er svo heppin að hafa eytt þessum tíma með strák sem ég er bæði hrikalega skotin en er í senn minn besti vinur.

- Líf


No comments:

Post a Comment