Monday, October 29, 2012

Iceland Airwaives




Nú líður að Iceland Airwaives tónlistarhátíðinni sem ég er mjög svo spennt fyrir!

Hef ekki farið áður sem gerir þetta líka enn meira spennandi þar sem ég hef heyrt svo skemmtilega hluti um þessa tónlistarveislu.

Þessi tónlistarhátíð, sem á rætur sínar að rekja til ársins 1999 hefur verið haldin árlega þar sem tónlistarfólk hvaðan af út heiminum kemur saman á litla Íslandi og treður upp. Dagskráin fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðbænum og það væri algjörlega ógerlegt að sjá allt sem er í gangi.

Maður verður sérstaklega var við hversu vinsæl hátíðin er þegar maður sér gesti sem hafa pantað sér herbergi fyrir löngu mæta með löngu planaða dagskrá og hafa beðið eftir þessum viðburði í slétt ár.

Kexið verður með frábæra Off-Venue dagskrá, sem þýðir einfaldlega að það er frítt inn og hvet ég sem flesta til að líta við ! Ég er núna heima á kvöldin með bæklinginn góða að yfirstrika það sem mér langar mest að fylgjast með.

Hér má sjá dagskrána fyrir helgina sem hefst formlega á miðvikudaginn næsta:

Off venue = http://icelandairwaves.is/pdf/offvenue.pdf

On venue = http://icelandairwaves.is/pdf/schedule.pdf

Svo er heimasíða hátíðarinnar hér með öllum helstu upplýsingum : http://icelandairwaves.is/

Tónlistarfólk sem ég ætla sérstaklega að reyna að fylgjast með :

Hjaltalin
Epic Rain

GusGus

Retro Stefson

Of Monsters and Man
Úlfur Úlfur

Ásgeir Trausti

Sykur
Tilbury
Bloodgroup
Hjálmar



Hvað er ykkar uppáhalds á Airwaives?
- Líf



1 comment:

  1. Mig langar rosa að sjá Ghostpoet, Kwes og Phantogram en verð að láta mér nægja Me and MY Drummer, Low Roar og fleiri á Off-Venue ;) Mæli sérstaklega með að kíkja á erlendu hljómsveitirnar því þær eru oft algjörir gullmolar sem maður fær etv ekki tækifæri til að sjá aftur!

    ReplyDelete