Sunday, November 4, 2012

Bland í poka

Skemmtileg helgi að baki.

Einkenndist af mikilli vinnu, tónlist og aftur tónlist.

Þetta byrjaði raunar á þriðjudagskvöldinu, á Kex vitanlega þar sem Ragnheiður Gröndal og jazzband tóku nokkur vel valin lög. Miðvikudagsmorgninum var sömuleiðis eytt á Kexinu og það lá svo svakalega skemmtileg stemning í loftinu. Flestir gestirnir miklir áhugamenn um tónlist og margir hverjir búnir að bóka herbergið sitt fyrir rúmlega hálfu ári og voru mættir með áherslupenna og dagskrána og vissu nákvæmlega hverju þeir væru á höttunum eftir.



Ég vil meina að ég hafi haft besta sætið á Kexinu, eða við í móttökunni. Tónarnir beint í æð og sama hversu margir voru á svæðinu þá sá ég allt ljómandi vel í gegnum öryggismyndavélina í tölvunni.

Ég tók fullt af aukavinnu að mér um helgina og var öll kvöldin eitthvað viðlogandi Kexið en þetta voru mjög öðruvísi vaktir, mikið gaman og mikið fjör.


Í öllum hamaganginum gleymdi ég nánast hvað Bæjarins Besta er gott! En ég rifjaði það upp eftir eitt kvöldið og varð ekki fyrir vonbrigðum.


Nokkrar myndir frá Mira, félaga mínum úr vinnunni ;


The Shabazz Palacess, ég verð að viðurkenna að þetta er langt frá því að vera innan míns tónlistar"ramma" sem gerir þetta ennþá skemmtilegra. Þau koma frá Seattle og eru mega töff!



Sin Fang voru góóóð!


Ásgeir Trausti, hinn eini sanni!



The vaccines héldu óvænt gigg á fimmtudagskvöldið! Voru mjög góðir :)





Ég er alveg ákveðin í því að 2013 þá mun ég helga öllum mínum tíma og kröftum í Airwaives með armband!!


Miðnæturnatasteik eftir Sigurrós!

http://www.facebook.com/photo.php?v=10151253198279564 Mæli með ef að þið getið opnað þennan link! Einkatónleikar með Retro Stefson í einu af herberginu á Kex.

Það er eitthvað við RetroStefson, MY lordí ! 

Hrikalega óskipuleg færsla eitthvað ...... En gott í bili! Ný vika framundan.


xxx. Líf

No comments:

Post a Comment