Thursday, November 8, 2012

Föstudags

Þá er það föstudagur enn á ný. Ekki svo sem neitt slæmt við það, vinnu & læruhelgi framundan. Sem er ágætt útaf fyrir sig. 

Ég er algjörlega húkt á kertum eins og mínir nánustu hafa aldeilis fengið að finna fyrir. Það er eitthvað við það að kveikja á kerti, sérstaklega með ilmi sem gerir allt svo miklu notalegra. Það skiptir í raun ekki máli finnst mér hvað árstíð það er, en núna í myrkrinu og skammdeginu á það einstaklega vel við. 






Það er alltaf skemmtilegt að útbúa sýna eigin kertabakka. Svo er hægt að breyta um stærðir, gerðir og liti að vild. Kertin eru öll úr IKEA nema rauða sem brotnaði og var sett í súpuskál frá Puerto Rico. Um að gera að nýta svona hluti, ég var ekkert að missa mig í að skélla í súpu ofan í hana.



Í gærkvöldi fengum við Raggi góða gesti í mat. Tókum smá jólaþema á þetta og buðum uppá Bayonne skinku, brúnaðar og allann pakkann. Við höfum ekki gert það áður sjálf svo að það var svolítil áskorun en engu að síður rosalega gaman og tókst bara nokkuð vel upp. Karamellan á kartöflurnar var líklega það allra erfiðasta en æfingin skapar meistarann ekki satt!?

Allt til alls, að ógleymdu malt og appelsíni.
 Ég hafði ekki smakkað jólaöl síðan fyrir ári síðan þar sem við vorum úti um páskana. Það var bara alveg jafn gott og mér minnti.

Gestirnir fínu og flottu.

Alles klar.

Eftirrétturinn var í einfaldasta kantinum en uppskriftina fékk ég þegar ég var yngri og fékk að fara í sveitina eitt sumarið. Það var voða sport og mér leiddist ekki sekúntu, en þar varð ég vitni af ömmu minni útbúa þennan einstaklega auðvelda eftirrétt. Það er sem sagt gamli góði Royal búðingurinn, hann fæst með karamellu, súkkulaði, vanillu, sítrónu og jarðaberja. Ég tók nú ekkert flipp á þetta en hafði engu að síður súkkulaði og karamellu. Svo er búðingurinn settur í botninn á skálinni, því næst þeyttur rjómi með örlítið af vanilludropum og efst kemur súkkulaðispænir. Þetta bara einfaldlega virkar og er þæginlegt. 



Tæpur mánuður í próf, tíminn flýgur frá manni. 

Eigið góða helgi :)

- Líf

No comments:

Post a Comment