Við vorum að ræða IKEA verslunarkeðjuna í markaðsfræðitíma í dag í Háskólabíó.
Um sögu hennar til dæmis og þá kom það í ljós sem að ég vissi ekki að þegar þeir voru nýlega komnir á markað þá gerðu þeir könnun um hvernig fólki líkaði vörurnar, verslunin og svo framvegis. Fólk kom með ýmsar athugasemdir; verslunin væri kuldaleg og alltof stór.
Þá snéru IKEA framleiðendur vörn í sókn og rúmlega það. Þeir fóru í svakalega herferð sem fólst í því að þeir fengu að setja myndavélar inná heimili fólks, til að geta lagað verslunina sem og vörurnar af þörfum fólksins.
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi þeim tekist einstaklega vel og kannanir báru vott um mikinn árangur.
Persónulega hef ég afar gaman að því að "skjótast aðeins" í IKEA, það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og síðast en ekki síst ; Verðið. Yfirleitt finnst mér verðin sanngjörn og henta námsfólki einstaklega vel. Að geta keypt sér einn og einn hlut sem gerir heimilið aðeins notalegra á viðráðanlegu verði.
Nokkrir hlutir sem mér finnst mjög sniðugir og skemmtilegir frá IKEA á mínu heimili sem hafa safnast saman síðan við byrjuðum að búa ;
Blómapottarnir eru uppáhalds! |
Veggskraut á baðherginu |
Fyrir skipulagið í eldhúsinu |
Gamaldags vatnskanna |
Bókailla sem og skilrúm, afar hentugt. |
Á Óskalistanum;
![]() |
Loftljós |
![]() |
Ef lagerinn af ilmkertum klárast einhvern daginn hjá IKEA, þá eru allar líkur á að ég komi eitthvað nálægt því. |
![]() |
Rosalega smart fjólublár skenkur |
![]() |
Töff |
![]() |
Langar í dúk á eldhúsborðið, þessi efnismeter gæti gengið ef hann yrði klipptur flott til |
![]() |
Skálar í eldhúsið |
Í næstu viku er planið að ljúka við svefnherbergð og finnst mér það nú ljómandi góð ástæða til að skella sér í IKEA, aldrei að vita nema einhverjir krúttlegir hlutir fái að fylgja með! Bara pínu smá :)
Eigið yndislega helgi, það stefnir í slíka hjá mér í sumarbústað með fjölskyldunni. Það er ekkert betra en að slappa af og borða góðan mat.
- Líf
No comments:
Post a Comment