Þannig er nú mál með vexti að á meðan við vorum úti þá vorum við dugleg að elda okkur indverskt. Indverskur matur er í sterkari kantinum eins og allir vita og þá getur verið rosalega gott að hafa ferska og kælandi sósu með. Á nánast hvaða síðu eða indverskri matreiðslubók má finna ýmsar gerðir af jógúrtsósu.
Ég var venjulega með þessa hér;
(( http://www.yummly.com/recipe/Cucumber_-Mint_-And-Tomato-Raita-Recipezaar ))
Í gær vorum við með kjúkling í matinn, ekki indverskan að vísu en ég ákvað samt að skélla í jógúrtsósu úr því sem til var á bænum.
Ég notaði eftirfarandi ;
- Gríska jógúrt
- Papriku
- Rauðlauk
- Gúrku
- Smá salt
- Pipar
- Chayenne pipar
Hráefnin |
Klárt í skál |
Ljómandi gott |
Útkoman er fersk og frískandi og ég prófaði í morgunkaffinu að setja hana út á hrökkkex og það kom mér skemmtilega á óvart.
Mæli með þessu -
Líf.
No comments:
Post a Comment