Það er reyndar alveg rétt, ég tala nú ekki um hvað maður er heppin að hafa vinnu með skólanum og getað púslað öllu saman svo að bæði virki. Algjör forréttindi!
Ég datt í myndastuð í vinnunni og smellti nokkrum velvöldum sem mig langar til að deila með ykkur. Persónulega finnst mér Kexið rosalega vel hannaður töff staður, öðruvísi er orðið sem á kannski einna best við.
Kexið er staðsett á Skúlagötu 28 og var áður Kexverksmiðjan Frón en hostelið, barinn og veitingarhúsið var sett upp í aprílmánuði í fyrra svo þetta er allt frekar nýtilkomið.
Gjörði svo vel ;
Veislusalurinn eða gymmið eins og hann kallast. |
Útisvæðið, er í stækkun.
Barinn |
Móttakan, hér sit ég. |
Setustofan.
Tómataplantan í glugganum okkar, dýrindis tómatar á hverjum degi :) |
Gömul vörulyfta = Töskugeymsla |
Svo skemmir nú ekki fyrir hvað er skemmtilegut mórall og hresst fólk sem vinnur með mér.
Djass alla þriðjudaga og alltaf eitthvað um að vera.
Allir að kíkja á Kex!
- Líf
No comments:
Post a Comment