Thursday, September 27, 2012

Heill og fylltur

Heill kjúklingur.

Er eitthvað sem ég gríp yfirleitt þegar ég fer í matarbúð, það er svo rosalega gott að eiga eitt stykki í frystinum.

Mér finnst hann mjög góður, steiktur í ofni með frönskum ekkert vesen.

En ég fékk þá flugu í hausinn í vikunni að prófa að fylla hann. Ég skrifaði herlegheit á miða til að versla í hann en svo ákvað ég að vera rosalega hagsýn og nota bara það sem væri til. Það reyndist smá flókið þar sem ég ákvað þetta áður með tilliti til þess að farið yrði í búðina.

Svo niðurstaðan var svona ;

- Sveppir 
- Rauðlaukur
- Paprika
- Laukur
- Lime
- Rjómaostur
- Maisbaunir
- Skinka 
- Sætar kartöflur 


Kannski ekki beint týbísk fylling en ég ákvað samt að láta vaða. 



Sósan er heit og hún er alveg í sérflokki. Ég meina það! Ég tárast því ég vil ekki sjá hana klárast þegar hún er í matinn.  Ég fékk hana í fyrsta sinn hjá Vigni bróðir hans Valda. Ég veit ekki nánar um uppruna hennar en hún kallast Ollusósa engu að síður.

Ég er alveg veik fyrir heitum sósum, rætt hefur verið um að byrja að skammta mér hreinlega þegar slíkt er á boðstólnum, ég tala nú ekki um ef það er heit sveppasósa! Þá er ég til vandræða :)

Ollusósan ; 

- Safinn af maís-baununum
- Rjómi
- Aromat
- Salt
- 1 stk. Svínatengingur 




Ég setti pottagaldrakryddið ; Kebab kjúklingakrydd á kjúklinginn en ég er mjög mikill aðdáandi pottagaldrakryddana. Sérstaklega heitu pizza og ítölsku.

Svo var bara öllu saman hent inn í kjúklinginn og bundið fyrir.

Þetta tókst afar vel til og er rosalega fínn fimmtudagsmatur, nú eða bara hvaða dag sem er.

No comments:

Post a Comment