Wednesday, September 19, 2012

Miðvikudags -

Rölt í höfuðborg höfuðborgarinnar eða í Miðborginni.

Það er rosalega hressandi að taka göngutúr, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er nú!  Sólin lét sjá sig á ný og ég er ekki frá því að ég hafi saknað hennar.

Læt fylgja nokkrar úr göngu dagsins, en tók aukahring á leið í vinnuna.

Það er rosalega margt og mikið að sjá, ég tala nú ekki um bara á Laugarveginum. Ég hef mjög gaman að því að sjá hversu margir láta sjá sig og sjá aðra og mannlífið er líka svo skrautlegt!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Íslendingar klæði sig svo skemmtilega, vissulega eru ákveðnir tískustraumar hverju sinni en yfirleitt finnst mér fólk bara klæða sig nákvæmlega eins og því langar. Útkoman verður skemmtileg og litrík og ég er nokkuð viss um að það er ekki eins algengt í öðrum löndum.

Tjörnin og Fríkirkjan


Ég vil ekki meina að ég sé hlutdræg þegar ég nefni hvað Tjarnargatan er yndislega falleg!


Og þá sérstaklega gömlu virðulegu húsin!




- Líf




No comments:

Post a Comment