Wednesday, September 5, 2012

Ár frá Ghana-ævintýrinu

Mig langaði að koma með færslu í tilefni þess að í dag er ár síðan við Gunnþórunn héldum til Afríku, nánar tiltekið til Ghana.

Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þetta var virkilega þroskandi, líklega sú allra mest þroskandi lífsreynsla sem ég hef sjálfviljuð gengið í gegnum.

Það er samt líka rosalega erfitt þegar maður hugsar til baka að vita ekki nákvæmlega í hvernig stöðu krakkarnir eru enda þó við höfum ekki verið mjög lengi úti þá mynduðust samt tengsl og erfitt að geta ekki haldið þeim við eins og maður gæti óskað. En ég bið fyrir þeim og ég vona af öllu mínu hjarta að ég muni hitta þau aftur!

En þetta var líka svo skemmtilegt í leiðinni, að geta glatt aðra með svona lítilli fyrirhöfn og þar sem gleðin fólst bara í að mæta á staðinn og lesa eina bók, hvað þá meira :)

Svo finnst mér algjör forréttindi að hafa fengið að koma til Afríku, sjá ólíka menningu og ferðast um.

Ég mæli með sjálfboðaliðastarfi fyrir alla, þetta er lífsreynsla sem breytir manni fyrir lífstíð.

Ég er hvergi nærri hætt og vona að ég get aftur skellt mér í eigin persónu út þó maður reyni alltaf jafn óðum að vera duglegur að styrkja samtök hérlendis enda þó að ýmislegt svindl sé í gangi í svoleiðis málum þá hef ég trú á fólkinu hérna heima og að peningurinn komist í réttar hendur.

Svo er líka bara um að gera að staldra aðeins við og sjá hvað við höfum það virkilega gott. Auðvitað eru peningavandræði alltaf til staðar, sérstaklega hjá yngra fólkinu en það er ekkert til að líkja við ástandið hjá fólkinu þarna úti og auðvitað á fleiri stöðum! Alltof mörgum stöðum.












Yndislegustu og þakklátustu börn í heimi ! 



Alveg hrikalegt hvernig aðstæðurnar eru þarna!



Ein góð í endann :)

No comments:

Post a Comment