Gleðilegt nýtt ár allir saman og ég þakka fyrir það sem er að líða.
Jæja þá fer senn að líða að heimferð aftur. Ég er búin að eiga alveg hreint dásamlegan tíma hérna heima, búin að hitta nær alla sem ég óskaði mér :) Náði góðum tíma í Einarsbúðinni. Þessi helgi hefur farið í skóla og vísastúss sem er alltaf hressandi. Nú eru 4 dagar eftir á klakanum og um að gera að nota þá sem best.
Ég mun halda áfram mínu striki með bloggið á nýja árinu, hef ekki verið dugleg hérna heima en þeim mun fjölga um leið og ég sný aftur í Ameríkuna. Flugið okkar fer seinnipartinn á mánudaginn, þangað til ætla ég að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum.
Ætla að láta nokkrar myndir fylgja af jólum og áramótunum hér á klakanum.
Jóladagur í Einarsbúð |
Er ekkert lítið heppin að vinna með þessum skvísum! |
Við Lóa í snjónum |
Jólatréarleit með tengdó |
Aðventukransinn |
Litla skott að sýna hvernig á að skreyta tréð |
Jólatréið fína hjá litlu |
Jólaparið |
Mér finnst ekki leiðinlegt að fá pakka! |
Við móðir á jóladag! |
Áramótin |
Klár í sprengjurnar |
Uppáhalds:* |
XXX
Líf
No comments:
Post a Comment