Strax komin helgi á ný, við hötum það ekkert! Mín verður þó lítið spennandi en ég tileinka henni hópaverkefninu mínu í rekstrarhagfræði. Verkefni tvö sem ég þarf að skila en hitt gekk mjög vel. Svo er nóg efni að glósa svo mér leiðist ekki.
Raggi verður að boltast alla helgina, á morgun eru þeir eitthvað að leika sér í liðinu í eigin deild og svo á laugardag og sunnudag þá eru strákar að koma í "try-out" eða eins konar áheyrendaprufur til að komast í liðið. Svo það verður stuð á þeim gæjum um helgina.
Vikan er búin að vera fín bara. Gott veður en inni á milli rigning og þrumuveður en maður er að vísu farin að venjast því ósköp vel. Ég er búin að vera að læra og síðan kíktum við Díana aðeins í mollið til að tríta okkur smá enda ennþá fullt af útsölum og þeir eru ekkert slæmir Kanarnir, sumardótið kemur bara beint á útsölu núna og þá verður maður nú aðeins að komast í sumarskap og versla smá. Raggi er ennþá að vesenast aðeins í sínum skólamálum. Þurfti að breyta aðeins stundatöflunni sinni en þetta er allt að verða klárt, hann er ekkert að tapa sér úr skólastressi frekar en venjulega þessi elska ;)
Tíminn líður líka svo hratt, á morgun eru tvær vikur í að við fáum fyrstu gestina okkar. Það munu vera Agnes og Þórður en þau ætla að vera hjá okkur í rúma viku, við erum orðin þvílíkt spennt og verður gaman að fá gesti í fyrsta sinn!! Erum byrjuð að plana skemmtilega hluti til að bralla og ég efast ekki um að þetta verði frábær vika.
Erum svona spennt ;; búin að setja upp rafmagnsdýnuna til að prófa! Virkar helvíti fínt, sofum þarna í nótt til að vera viss um að þetta sé almennilegt fyrir gestina .... |
Við ætlum að hittast á veitingarstað sem heitir Indian Sitar og er _þvílíkt_ góður! Höfum farið þangað í ófá skipti á svokölluð Indian Buffet, borgum 8 dollara og svo er bara étið af vild og ekkert smá gott.
Um miðjan dag á morgun kemur svo maður og setur upp sjónvarpsstöðvar hjá okkur, höfum bara verið að horfa úr tölvunni svo að það verður skemmtileg tilbreyting! Að vísu er ég örugglega ekki spenntari helmingurinn í þeim málum :)
Eigið frábæra helgi
- Líf
No comments:
Post a Comment