Jæja þá er helgin senn á enda en hún einkenndist af rólegheitum og afslöppun. Á föstudaginn fórum við út að borða Indverskt sem var gott að venju, kvöldið fór í pizzugerð og sjónvarpsgláp. Allt í einu komnar trilljón stöðvar og maður fær nánast valkvíða að reyna að ákveða sig, ekki það að ég hafi fjarstýringuna það oft í hönd að ég þurfi að hafa áhyggjur af því!
Núna er ég búin að vera á fullu að vinna í rekstrarhagfræðinni, 2 skilaverkefni eftir helgi svo ég er búin að vera að vesenast helling í því. Hressandi að vakna hálf 5 um nótt að vinna í hópaverkefni, þessi tímamismunur er ekkert alltaf það besta. Um kvöldið var það ítalskt með Díönu og Ragga á stað sem ber nafnið Terranova, þar sem við fengum fyllta sveppi í forrétt sem ég mun seint gleyma ásamt rækjum, pasta og ýmsu góðgæti. Að því loknu gerðum við heiðarlega tilraun til að fara í bíó myndina Contraband en SuðurríkjaKanar eru ekki síður að fýla Baltasar svo það var uppselt!! Í staðinn röltum við í Barnes and Nobles sem er ein uppáhalds búðin mín hérna úti. Keypti mér fyrstu Pretty Little Liars bókina, hef ekki séð þættina reyndar en hef heyrt að þeir séu góðir.
![]() |
Bókabúðin |
Strákarnir duttu síðan í FIFA stuð og við Díana í föndurstuð, leiðin lá í WallMart þar sem við keyptum í friðarkúlur sem við höfðum séð á Smartlandi fyrir áramót og lengi langað að gera. Við vorum nú ekki lengi að vippa í 4 kúlur sem prýða nú loftin í íbúðinni.
Klárt í stofunni |
http://mbl.is/frettir/sjonvarp/65540/?cat=smartland
Sunnudagurinn var lærdómsdagur frá morgni til kvölds ..... eins skemmtilegt og það nú er :) Að vísu finnst mér rekstrarhagfræði ekki leiðinlegt fag og það er fínt að hafa mikið að gera og verkefnin halda manni aldeilis við efnið.
Fékk skemmtilegar og uppörvandi hvatningar heima í jólafríinu að vera duglegri að blogga og ég ætla að gera mitt allra besta, við Raggi erum svo heppin að eiga tæknivæddar ömmur og afa sem geta fylgst með okkur og fengið fregnir hér, enda ekki allir á fésbókinni.
En eins og staðan er akkurat núna á miðnætti hjá okkur var að koma upp Fellibylavakt eða viðvörun í bænum okkar, við erum nýgræðingar í þessum málum svo við vitum ekki alveg hversu stressuð við eigum að vera. En vaktin stendur yfir frá miðnætti og í alla nótt en við sleppum vonandi að mestu leyti! Samt alltaf mjög óþæginlegt að kljást við svona aðstæður!
Innskot 23. janúar = Veðrið var að mestu leyti liðið hjá þegar það kom hingað til Huntsville, en það var mikil rigning og hér hefur allt verið á floti í dag. Hrikalegt að sjá myndir af nágrannaborgum og bæjum sem fóru mjög illa í þessu veðri.
Látum vita af okkur!
- Líf
Fínt eftir lærdómsdaginn að fá nautasteik og meððí ala sambýlismaðurinn |
Innskot 23. janúar = Veðrið var að mestu leyti liðið hjá þegar það kom hingað til Huntsville, en það var mikil rigning og hér hefur allt verið á floti í dag. Hrikalegt að sjá myndir af nágrannaborgum og bæjum sem fóru mjög illa í þessu veðri.
Látum vita af okkur!
- Líf
No comments:
Post a Comment