Lögðum af stað í gær um fimm leytið seinnipartinn, hef _aldrei_ lent í öðru eins í flugvélinni. Vorum aftast nánast og vélin gjörsamlega skoppaði upp og niður og fólk öskraði og helllti niður út um allt. Smá bíómyndasteming í þessu en vá ég var ekki að fýla þetta!
En allt gekk vel að öðru leyti og við vorum komin til New York um kvöldmatarleytið á þeim tíma, hentum töskunum bara í geymslu og tókum neðanjarðarlestina eins og sannir heimamenn. Þar var margt um manninn og fólk af öllum stærðum og gerðum vægast sagt, en það er bara gaman að því.
Höfum hvorugt komið til New York svo við héldum beint á TimeSquere og það var bara alveg eins rosalegt og ég hafði búið mig undir í huganum ! Allt svoleiðis risa stórt og bilað flott. Við snæddum á Red Lobster mjög góðan dinner og því næst röltum við bara um og nutum þess að skoða, fórum meðal annars inn í stærstu Forever21 sem ég hef komið í. 4 hæðir takk fyrir pent ....... Alveg frekar mikið flott.
Vorum síðan alveg að leka niður um 6 leytið í morgun á Bandarískum tíma og þá einmitt áttum við flug til Charlotte og þaðan hingað til Huntsville.
Íbúðin tók vel á móti okkur og sömuleiðis Díana & Raggi, verður bara gaman hjá okkur. Hef góða tilfinningu fyrir þessari önn.
Læt fylgja nokkrar myndir úr Ferðalaginu....
Ykkar Líf
Nöllar í neðanjarðarlestinni |
Æjji bara smá túristi ! |
Þetta er rugl flott, það er ekkert flóknara |
Hingað kem ég bókað aftur |
Meiri túristalæti |
Veitingarstaðurinn góði |
Humar & rækjupasta, delish :) |
No comments:
Post a Comment