Hér er allt gott að frétta úr höfuðstöðvum Vatnsendavegarins. Á morgun er liðin vika síðan við skötuhjú lögðum leið okkar hingað eftir jólafríið. Hlutirnir eru að komast í fastar skorður og eins og maður getur fengið leið á rútínu þá er alltaf gott að komast aftur í hana.
Nú varðandi skólamálin þá gengu þau ekki alveg eins og ég hafði ætlað mér. Þegar við fórum héðan í byrjun desember var allt að verða klárt í skólanum úti fyrir mig, eina sem átti eftir að gera var að senda bankaplagg og þá yrði allt græjað. Fyrsta sem ég geri nánast eftir heimkomu er að senda þeim þetta blað með hraðpósti og það kemur út tveimur dögum síðar. Nema hvað að allt í einu sendir konan sem sá um mín mál mér póst þar sem hún segir að einkunnirnar mínar úr Fjölbrautaskólanum gangi ekki upp, hún heldur sem sagt að það séu háskólaeiningar. Hún segist þurfa afrit af stúdentsprófi sem er nákvæmlega það sem hún fékk. Ég sendi henni það og svo er eins og hún hverfi af jörðinni, grínlaust! Reyndum að hringja, hún var ekki við og hún svaraði engum tölvupóst. Síðan kom jólafríið og þegar skrifstofan opnaði aftur 3. janúar þá var orðið of seint fyrir skólann að senda mér I20 sem ég hefði þurft til að komast inn í landið. Frekar fúlt það!
En það þýðir ekki að gráta það, ég var svo heppin að komast inn í fjarnám í Bifröst og ég hef nóg að gera og sansast í því, mun meira en ég átti von á! Verkefni og fyrirlestrar svo að ég hef nóg að gera. Þá er allavega hægt að safna einingum til að færa yfir í skóla ef ég fer í skóla hérna úti í haust. Námið leggst fínt í mig, það kallast viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti. Mjög spennandi! Líka því að margir mannauðstjórar hafa einmitt tekið viðskiptafræði í BS og svo mannauðstjórnunarmaster ofan á það.
En fyrstu dagarnir hafa sem sagt verið mjög fínir, við Díana mættum hressar í þreksalinn sem ég hef minnst á áður. Sameiginlega sem er nánast alltaf tómur, en í þetta sinn hittum við mann sem er að læra einkaþjálfun og ætlar að hafa okkur sem æfingu, alveg frítt sem er ekki verra! Það er ekkert að skemma fyrir að hann er mjög strangur við okkur svo það er ekkert kjaftæði :) 4 daga helgarfrí tók síðan við, Raggi er í fríi í skólanum alltaf á föstudögum og á morgun, mánudag, er King's day sem kallað er eftir Martin Luther King. Á föstudagskvöldið fengum við góða gesti í indverskt, við Raggi mölluðum réttina á fimmtudagskvöldið og létum standa í poka yfir nótt og síðan bakaði ég nanbrauð og gerði hrísgrjónasósu. Þetta tókst bara nokkuð vel verð ég að segja og eftir skemmtilegt kvöld tóku við nokkrir léttir snúningar og karokí.
Laugardagurinn fór í undirbúning og búningasans fyrir afmælið hans Esra sem var haldið um kvöldið. Þemað var Pimnp's & Hoes og það var líka mjög skemmtilegt kvöld.
Gestir í mat |
A pimp and a hoe
Mjög góð helgi að baki sem við enduðum á góðri nautasteik og fórum síðan á Sherlock Holmes í bíó með Díönu og Ragga.
Verið sæl að sinni
- Líf
Rölt um í fína veðrinu í dag |
Frábært að frétta af ykkur elskurnar mínar.
ReplyDeleteKv.afi og amma(Viddi og Lóa)