Sunday, January 29, 2012

Puerto Rico, 80's skemmtun & menningarrölt

Hæhæ,
Klár í slaginn
Frábær helgi á endaspretti. Okkur var boðið í 80's afmæli hjá félaga strákana í liðinu á laugardaginn. Undirbúningur hófst á föstudaginn enda ekki annað í stöðunni hjá okkur Íslendingunum en að taka þetta alla leið. Fórum í Thrift-Mart sem er svona markaður með notuð föt, svipað og Búkolla heima nema töluvert stærra. Þar fundum við þessa fínu búninga. Við Raggi bökuðum síðan gómsæta pizzu um kvöldið og svo tókum við tennisleik í garðinum sem ég malaði illilega :-) Erum að verða svona helvíti fín í tennis!!

Á laugardagsmorgun datt ég í bökunargír í tilefni þess að elskulega litla systir mín varð tveggja ára gömul. Ég útbjó skyrtertu, já skyrtertu! Það tókst eftir að ég fann gríska jógúrt og svo LU kex sem minnti á Homeblest og ég gerði líka kanilsnúða. Í öllum ósköpunum fékk ég svo símtal á Skype-inu þar sem ég fékk að fá púlsinn á afmælisstuðinu heima fyrir. Vigný Lea sýndi mér gjafirnar, söng "Adam átti syni 7" og var bara mesta dúlluskottið eins og henni einni er lagið!


Afmælis-snúlla á Skype
                                         
Jarðaberjaskyrteran

Um kaffileytið komu svo strákarnir og Díana yfir í smá afmælisveislu og ekki nóg með það þá pöntuðum við eitt stykki "utan"landsferð. Já við erum loks búin að koma okkur saman um SprinBreakið eða vorfríið eins og það kallast á góðri íslensku. Við ætlum sem sagt til Puerto Rico í eina viku. Við ætlum að leigja okkur stórt hús saman alveg við ströndinni í höfuðborginni San Juan. Ég er alveg orðin nokkuð spennt og í öllum æsingnum fengu nokkrar velvaldar sumarflíkur að fjúka í körfu á Forever21! ;-)

Meðfylgjandi smá fróðleikur frá Wikipediu;

""""Samveldið Púertó Ríkó er sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna, staðsett austan við Dóminsíska lýðveldið  í norðausturhluta Karíbahafs. Eyjan er minnst Stóru-Antillaeyja en svæðið telur einnig minni eyjar og rif, þar á meðal Mona, Vieques og Culebra. Eyjan er um það bil 1/11 af Íslandi að flatarmáli en íbúafjöldinn er meira en tífaldur fjöldi Íslendinga. Þéttleiki byggðar er því um 120 faldur þéttleiki byggðar á Íslandi."""""
San Juan höfuðborgin


Ströndin  

Um kvöldið héldum við til strákana og komum við á tælenska veitingarstaðnum Phuket en hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur Ragga. Fórum með mat þaðan enda ekki hægt að borða í 80's dressinu eins og algjör vitleysingur. Við skemmtum okkur hrikalega vel hjá strákunum og ekki síður í afmælinu seinna um kvöldið. Þetta var mjög fyndið og eftirminnilegt kvöld...






Dagurinn í dag var rólegur, sambýlismaðurinn steikti samlokur eins og honum einum er lagið og við gæddum okkur á þeim og tókum svo smá rölt í miðbænum með krökkunum. Bara notalegur dagur í góða veðrinu. Í kvöld er svipað plan, að gera sem minnst og nota sjónvarpið sem mest.

Við tjörnina í góðu sunnudagsveðri

Planið fyrir vikuna er að vera dugleg að læra & láta mér hlakka til föstudagsins þegar Agnes og Þórður láta sjá sig!!!
XXX Líf


No comments:

Post a Comment