Sólin í dag |
Vikan hefur farið í undirbúning, eða meira svona að ná að læra fyrir 2 vikur. Það hefur gengið nokkuð vel, eitt verkefnið var að koma inn núna klukkan 6 hjá okkur eða miðnætti heima og nú er að skella í að klára það. Fór að læra uppí skóla hjá Ragga í dag á bókasafninu og það gekk strax mun betur að einbeita sér, ekkert sem truflar og maður _verður_ allt í einu að gera. Eins og að taka til í skápum og flokka föt og svona álíka eins og kemur oftar en ekki fyrir mig.
Við Díana skruppum aðeins í mollið í gær, aðeins að hita það upp fyrir Agnesi og við leyfðum okkur eina skó. Það er ekkert leiðinlegt að versla sér skó , það er eiginlega bara alls ekki leiðinlegt. En maður verður nú samt að passa sig og spara fyrir Puerto Rico ferðina.
Í dag var rosalega gott veður, loksins, eða þá meina ég hlýtt. Var alveg 17 stiga hiti, sól og logn sem að er auðvitað bara mjög næs. Það var reyndar nóg að gera í dag, borga leigu, bankast og vesenast aðeins í bílamálum. Skruppum líka aðeins í búð eða réttara sagt markað sem selur Evrópskar vörur, þar fundum við Harobo hlaup, knorr vörur, PrincePolo og fleira sem verður að teljast sjaldséð sjón í stóru búðunum hér. Jeremy nágranni kom yfir í Tacco og við sátum heillengi á spjallinu enda langt síðan við hittum hann síðast.
En bara lauflétt og laggott núna, ætla að klára síðasta verkefnið og njóta þess svo að fá gestina á morgun :-)
- Líf
No comments:
Post a Comment