Það líður að helgi eins og svo oft áður. Raggi er búinn í skólanum um hádegi á fimmtudögum og í fríi á föstudögum svo það er ekkert hægt að kvarta yfir að vikan sé löng. Svo reyni ég alltaf að skipuleggja vikunna þannig að ég eigi helgina lausa sem að tekst nú yfirleitt hjá mér.
Vikan er búin að vera mjög fín bara, vikufríið sem ég blessaði svo fallega í færslunni hér á undan varð að engu, eða réttara sagt var misskilingur. Næsti áfangi er hafinn og komnir 6 nýjir fyrirlestrar og 1 nýtt verkefni svo nú er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermarnar á ný og vera ekkert að væla yfr því neitt.
Á mánudagskvöldið komu allir Íslendingar Huntsville (að mér vitandi a.m.k) heim til okkar í kjúklingasúpu, bollur og spil. Það var mjög skemmtilegt kvöld og mikið hlegið. Spiluðum Ticket to Ride sem er svona lestarspil sem snýst um miklar pælingar og útsjónarsemi. Við skiptum í lið og það mátti nánast sjá rjúka úr hverjum haus, slík var einbeitningin. En það endaði þannig að Raggi og Esra báru sigur úr býtum og þeim leiddist það ekkert.
Einbeitning |
Dagarnir hafa verið svipaðir, lærdómur og ræktin. Veðrið er allt að koma til, eða það er búið að vera frekar hlýtt og fínt og spáir svipuðu áfram og 21 gráðu og sól í dag. Erum farin að geta verið úti á peysunni svo að þetta styttist nú í pils og kjóla. Mér finnst það ekki leiðinlegt! Við erum búin að vera dugleg að brúka bókasafnið, það er opið til 12 á miðnætti á kvöldin og mjög gott andrúmsloft og þæginlegt að vera þar.
![]() |
Pós eftir gott kvöld á bókasafninu |
Skóla-Raggi að læra fyrir listasögupróf með "bros" á vör. |
Nú á morgun eru 2 vikur í næstu gesti, ég míg smá í mig úr spenning :) Svo á laugardaginn munu strákarnir keppa sinn fyrsta æfingarleik. Sá leikur mun fara fram klukkan 2 á okkar tíma í Birminham. Við erum sirka einn og hálfan tíma þangað og munum við Díana ekkert láta okkur vanta þangað. Tökum smá road trip á þetta. Svo er stefnan að fara öll saman að borða og jafnvel kippa einu stykki Emil með og mögulega fleiri Íslendingum þaðan. Alltaf gaman að hitta kunnuleg andlit :)
Í dag, 23.febrúar, er Lóa litla mágkonan mín 12 ára gömul. Það er nú varla að ég geti sagt litla, hún stækkar og stækkar þessi skvísa :) Við Raggi sendum knús á hana og vonum að dagurinn verði sem allra bestur fyrir hana og Rokkstjörnupartýið um kvöldið sömuleiðis! Værum nú mikið til í að vera á Skaganum og njóta dagsins með henni en það styttist í að þau komi !! Það verður rosalega gaman :-)
![]() |
Afmælis-skvísan :-) |
Ég ætla nú ekkert að hafa þetta lengra og segi bara góða helgi til allra heima :*
XXX
Líf
No comments:
Post a Comment