Tuesday, February 28, 2012

Erfiðir dagar......

"Skjótt skipast veður í lofti" heyrði ég einhvers staðar fyrir löngu.

Mér finnst það eiga frekar vel við núna. Það hafa verið erfiðir tímar hjá okkur hérna í Huntsville. Leikurinn á laugardaginn í Birmingham fór ekki alveg eins vel og vonast var til. Raggi meiddist fljótlega í byrjun leiksins í vinstra hnénu. Ég sá það á honum úr stúkunni að þetta var alvarlegt og sú er eiginlega rauninn. Við fórum á sjúkrahúsið seinnipartinn í gær og læknirinn sem skoðaði hann er nokkuð viss um að krossbandið sé slitið. Það er þá í annað sinn sem það kemur fyrir Ragga en þetta eru mjög erfið meiðsl fyrir knattspyrnumenn hvað varðar endurhæfingartíma og fleira. 

Á mánudaginn mun hann fara í segulómun á hnénu en læknirinn vill fá betri mynd af liðþófunum og fleiru. Hvort það sé jafnvel farið líka. Hver endanleg niðurstaða verður mun koma betur í ljós nokkrum dögum eftir myndatökuna.

Við höfum fengið góðan stuðning og hlýjar hugsanir frá fólkinu okkar heima & það er vissulega gott að eiga góða að á erfiðum tímum.

Margt sem þarf að skoða núna og endurhugsa en Raggi er sterkur og við verðum að vera jákvæð :)
Vildum allavega láta vita af stöðu mála.
Knús heim,
Líf.


2 comments:

  1. oh en leiðinlegt að heyra! Við hugsum til ykkar :* knús

    ReplyDelete
  2. Góðan bata - knús til ykkar :) Þið eruð svo frábær og jákvæð og æðisleg, það hjálpar ykkur <3

    Karí

    ReplyDelete