Monday, February 20, 2012

Prófa"lok", bolludagur & spilakvöld

Jæja þá er prófinu mínu lokið á þessum bjarta og fallega mánudegi hér í Huntsville.
Ég fékk að taka prófið mitt í rekstrarhagfræði í skólanum hans Ragga en þar var kona sem sat yfir mér, prófið gekk bara mjög vel, eiginlega betur en ég þorði að vona en ég var nú líka búin að læra mikið fyrir það.
Helgin fór algjörlega í lærdóm, skruppum reyndar í bíó á föstudaginn og sáum myndina Safe House! Mjög góð mynd með svölum leikurum.
Á laugardaginn prófuðum við að elda kjúklinga risotto! Uppskriftina fengum við hjá Felix nokkrum hér í bæ, ég vissi ekki einu sinni hvað þetta var fyrr en hann sagði okkur frá þessu en mikið sem þetta er gott og líka einfalt. Þá er sem sagt bara laukur smjörsteiktur, því næst kjúklingurinn steikur og öllu blandað saman (gott að nota Wook pönnu) og svo eru hrísgjrónin elduð á pönnu, salt og pipar og smjörsteiktir sveppir líka. Það er svona skemmtilegur plokkfiskfýlingur í þessu ef þið vitið hvað ég er að fara. Líklega útaf smjörsteikta lauknum. En allavega þá var þetta mjög gott, borið fram með fersku salati. Líka gaman að googla fleiri risotto rétti, þvílíkt mikið til af þessu.

Risotto 


Kjúllasúpa í vinnslu
Ég var núna í þessum skrifuðu orðum að koma frá Díönu, við tókum okkur til og útbjóum bollur svona í tilefni af bolludeginum! Maður verður nú að halda í íslensku siðina líka og þær tókust nú bara mjög vel verð ég að segja. Allir Íslendingarnir í Huntsville munu koma saman í kvöld hérna heima hjá okkur og spila. Við skelltum í kjúklingasúpu og svo verða bollur í eftirrétt. Hlakka mikið til að fá þau :)

Ljómandi :-)

Ég er komin í vikufrí núna, næsti áfangi byrjar á mánudaginn en það mun vera þjóðhagfræði. Brjálað stuð en það verður agalega gott að sofa út í fyrramálið og lesa (annað en skólabækur). Annars er ég alltaf svo skemmtilega skipulögð þegar ég er í prófum. Málið er að mér tekst að finna upp hina ótrúlegustu hluti sem vantar endilega að gera akkurat þegar ég er að læra. Ég ákvað að leyfa mér ekki að komast upp með að rjúka í þá heldur gerði ég lista. Í hvert skipti sem mér datt eitthvað í hug þá hélt ég áfram að læra og skrifaði atriðið á lista. Ég skal deila með ykkur brot af listanum (vona að það séu fleiri þarna úti svona eins og ég)

- Þrífa bílinn að innan & utan
- Taka allt út úr fataherberginu, endurraða og skipuleggja upp á nýtt (ég er ekki í lagi, ég veit)
- Taka allt úr eldhússkápununm og þrífa þá
- Þrífa og smúla svalirnar

Já þetta er aðeins lítill hluti af listanum. Ég hugsaði með mér, nú geri ég þessi atriði eftir prófið og sé hversu heimskuleg þau hljóma. En ég ætla mér nú að standa við það, hugsa mig kannski tvisvar um áður en ég fer að útbúa langa lista í næsta prófalestri! Kemur í ljós eftir 6 vikur.

Konudagurinn í gær, þarf ekki mikið til að gleðja lítið hjarta

Eigið góða vikuna, knús á klakann
- Líf

2 comments:

  1. þú massaðir þetta próf, er viss um það :D
    Og einum of girnilegar bollur hjá ykkur!
    p.s. það er ekki langt í að þið getið farið að fylgjast með Ölstofucrewinu blogga! haltu í þér af spennu :D

    ReplyDelete
  2. Takk ÖLskvísurnar mínar :*
    Haldiði í ykkur hvað ég verð aðdáandi númer 1 af ÖLstöfukrúwbloggi!!

    ReplyDelete