Allt gott að frétta héðan að sunnan. Agnes og Þórður komu til okkar á föstudaginn um hádegisbil, Díana útbjó hádegisverð og við tókum þau rúnt um svæðið. Heimatilbúin pizza var síðan búin til um kvöldið og rólegheit enda flugþreyta í gestununm.
Daginn eftir tókum við daginn nokkuð snemma með því að fara til Nashville, en það er borg hérna tæpum tveimur klukkustundum frá okkur. Það er stærri borg en okkar og gaman að skoða, komumst í Urban Outfitters sem er mjög flott fatabúð, sérstaklega fyrir karlpeninginn. Borðuðum auðvitað kvöldmatinn á einum besta staðnum Cheese Cake Factory en þangað er alltaf gaman að fara, sérstaklega með gesti enda geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á þeim staðnum. Verst er að staðurinn dregur nafn sitt af ostakökununum frægu og maður er yfirleitt of saddur eftir réttinn til að höndla stærðar ostakökusneið í desert. En það er hægt að taka þeir með og ein sneið er yfirdrifin nóg fyrir parið.
Við á Cheese Cake Factory |
Sunnudagurinn gekk í garð og strákarnir fóru að veiða. Já, hvað er meira suðurríkja-Alabamalegt en að fara að skjóta íkorna. Þeir gerðu þetta allavega strákarnir á meðan við Díana fórum með Agnesi og þræddum stærsta mollið í bænum! Það var ekki leiðinlegt að geta sýnt Agnesi búðirnar og leyft henni aðeins að missa sig, svo verður maður alltaf að missa sig örlítið líka. En þegar við vorum búin að versla þá fórum við heim og þá voru strákarnir búnir að panta vængi og franskar til að narta í yfir SuperBowl. SuperBowl er úrslitaleikurinn í Amerískum fótbolta og ég veit ekki meir. Það er að vísu mikið sjów í hálfleik þar sem Madonna sjálf tróð upp ásamt fleiri listamönnum. Felix og Esra komu líka og við horfðum á þetta og skemmtum okkur vel, einna helst yfir auglýsingunum sem voru mjög fyndnar.
Í dag kíktum við í Target, alltaf gaman að fara þangað. Þar er svona allt mögulegt samansafnað í eina búð sem er sennilega álíka stór og 1/2 Kringlan. Ég náði mér í þessa fínu skógrind fyrir safnið ;-) djók, samt smá ekki. Nú er planið að elda okkur heimatilbúna hamborgara og jafnvel skreppa í bíó í vikunni að sjá myndina Man on a ledge sem strákarnir eru svo spenntir fyrir.
Það er allavega hrikalega gaman hjá okkur að hafa gesti á dýnu og við ætlum að njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt í vikunni. Atlanta er jafnvel stefnan á föstudaginn !! Þar er H&M og dýragaður og margt fleira skemmtilegt.
Góða viku öllsömul,
Líf
Fokkjú!
ReplyDeleteKveðja; Ein ógðeslega bitur á íslandi sem getur ekki beðið eftir haustinu!!!
(GunnsaGjella eins og þið kjósið að kalla mig)
Obbosis hljómar þetta vel hjá ykkur! Hefði ekkert á móti einum degi (eða tveimur..) í mollinu með ykkur skvísunum eeen það kemur að því :) Góða skemmtun áfram ;*
ReplyDelete