Wednesday, February 15, 2012

Gestirnir farnir, Valentínusarnotalegheit & lokapróf framundan

Góðan daginn gott fólk,
nú er orðið nokkuð tómlegt í kotinu, en Agnes og Þórður fóru heim á mánudagsmorguninn. Það var alveg yndislegt að hafa þau hjá okkur og ég væri nú alveg til í að fá þau aftur á meðan á Bandaríkjadvöl okkar stendur. Það er svo hrikalega gaman að hafa gesti ! Síðasta helgin var bara notaleg, elduðum okkur pizzu öll saman á laugardaginn og kláruðum svo smá stússerí á sunnudaginn og enduðum á nautasteik með öllu tilheyrandi. Bara æðislegt. Nú er bara að setja allt í gang í lærdómnum, fyrsta lokaprófið mitt er næsta mánudag. Það er í rekstrarhagfræði, eins og ég hef minnst á tek ég einn áfanga í einu og próf í honum og byrja svo í næsta. Ég er búin að vera nokkuð dugleg að læra svo að ég er ekkert brjálað stressuð fyrir prófinu en það þýðir samt ekki að ég ætli að detta í eitthvað kæruleysi. Hef haldið mig þessa vikuna á bókasafninu í skólanum hjá Ragga þar sem ég hef góðan frið og umhverfi. Ég er einmitt á leiðinni þangað núna ;)

Valentínusardagurinn var haldin í gær, þvílíkt og annað eins hérna úti. Við fréttum af því að nánast hver veitingarstaður væri fullbókaður, Valentínusardeildin í stórverslununum var gjörsamlega stöppuð. Það kom okkur svolítið á óvart að þetta virðist vera hátíð fyrir alla fjölskylduna. Þá meina ég að það voru til kort stíluð á ömmu, afa, systkini, foreldra, vini og síðast en ekki síst elskhuga. Fésbókin var uppfull af krúttilegheitum í gær en líka fólk sem hafi aðrar skoðanir á deginum eins og að hann væri tilgangslaus, ekki íslenskur og allavega. Mín skoðun ; íslenskur eða erlendur, tilgangslaus eða mikilvægur ? Krúttlegur dagur með fallega meiningu :)

R-in 2 (RaggiRómó)

Það getur komið sér mjög vel að eiga arin

Indverskt að borða, uppáhald!

Svo styttist nú í næstu gesti en það munu vera móðir, Valdi, Snorri og Viggligg sem mæta á svæðið 9. mars og ég neita því ekki að ég er orðin mjög spennt fyrir því. Er alltaf að hugsa um hluti sem væri gaman að gera með þeim, maður lærir af því að hafa gesti hvað er skemmtilegt að gera og svo framvegis. Svo þegar þau fara heim þá er það Puerto Rico daginn eftir svo það er margt skemmtilegt framundan!

Æj það styttist í systraknús :*

Lokaprófið mitt er á mánudaginn, ég mun taka það í skólanum hans Ragga þar sem setið verður yfir mér. Bara  eintómt stuð! Svo byrjar nýr áfangi á þriðjudaginn sem er þjóðhagfræði. Mér líkar vel við þetta nám það sem komið er, verður líka bara spennandi að byrja nýjan áfanga. Raggi var að klára sín fyrri miðannarpróf og honum gekk ljómandi vel eins og honum einum er lagið!

Knús yfir hafið
- Líf

1 comment:

  1. Hlökkum voða til að koma mín kæra. Luv á ykkur !

    ReplyDelete