Þá er föstudagurinn mættur á svæðið með allri sinni dýrð. Dagarnir hafa verið ágætir svona, Raggi hefur haldið sig heima við. Hann á að reyna sem minnst á fótinn fyrir mánudaginn til að það verði sem minnst bólga í hnénu þá. Svo að við höfum bara haft það notalegt heima fyrir.
Í gær kom reyndar svo rosalega gott veður að við gátum ekki annað en skellt okkur aðeins út. Það var 23°hiti og ekki ský á himni. Við héldum uppá það skötuhjúin með því að kaupa handa mér Iphone 4s :) :) :)
Draumsíminn minn í lengri tíma og ég lét loksins verða af þessu og er mjög ánægð með kaupin. Raggi fékk nú líka fyrir sinn snúð, Macbook Pro fartölvu sem hann pantaði á Apple.
![]() |
Skvísan mín í sólbaði! |
![]() |
Sundlaugarbakkinn góður, viðurkenni þó að vatnið var kaaaalt! |

Í gærkvöldi fórum við síðan nokkur saman á myndinni Act of Valor. Það var hermynd sem er ekki frá sögu færandi nema leikaranir eru alvöru hermenn og ekki lærðir leikarar. Þessi mynd var svona á báðum áttum hjá okkur, svöl atriðin og rosalegt að sjá tæknina sem er komin í þessu stríðsdæmi öllu saman. En hún var alls ekki vel leikin og svo Amerísk á köflum að ég íhugaði að nota popppokann sem ælupoka. Þjóðsöngurinn og allur pakkinn og auðvitað tileinkuð öllum hermönnum sem hafa látist og þið þekkið restina.
Í dag var ekki alveg sama staðan á veðrinu. Vöknuðum upp við sírenur, það gerist reyndar alveg stundum svo að við vorum ekkert að kippa okkur upp við það mikið. Nema þegar við loksins vöknuðum þá kom í ljós að það var búið að loka öllum skólanum og campus svæðinu eins og það lagði sig. Sírenurnar voru viðvörun útaf fellibyl en þeir voru 2 sem mættu bara hingað í bæinn okkar og það verður Fellibylavakt í gangi í allan dag. Það gengur ekki að vera monta sig af veðrinu virðist vera, maður fær það allt í bakið!!
![]() |
Þessi mynd er tekinn rétt hjá húsinu okkar |
Helgin er nokkuð óráðin, erum að vona að tölvan hans Ragga láti sjá sig en það tefst eitthvað sökum fellibyls. Ég þarf að læra aðeins í þjóðhagfræðinni, eintóm gleði.
Svo er vika í mömmu, Valda, Snorra og ViggLigg svo það er ekki lítið spennandi framundan.Verður örugglega frekar erfitt samt að láta þessa vikuna líða!!!
Eigið góða helgina :*
Knús, Líf
Svo er vika í mömmu, Valda, Snorra og ViggLigg svo það er ekki lítið spennandi framundan.Verður örugglega frekar erfitt samt að láta þessa vikuna líða!!!
Eigið góða helgina :*
Knús, Líf
No comments:
Post a Comment