Thursday, March 22, 2012

Puerto Rico.

Dagarnir hafa verið yndislegir hjá okkur Íslendingunum í Puerto Rico. Við byrjuðum á að sofa í einni íbúð en skiptum að vísu daginn eftir í stærri íbúð með fleiri herbergi sem byrjaði á að vera nokkuð góð. Veðrið var frábært, sólin skein og þvílíkur hiti. Við sleiktum sólina á strönd nálægt íbúðinni sem var afar notalegt. Langt síðan maður hefur komist í sjóinn og hann var eins og mig minnti, algjört æði! Sérstaklega þegar hann er svona heitur og góður.

Hress á leið á ströndina

Flottir

Ströndin er alltaf góð !

Kvöldpós 

Úti að borða fyrsta daginn

Sötrandi kokteil
Í dag hefur rignt og rignt og rignt ! Man ekki eftir eins öðru eins. Þar sem að við erum fædd og uppalin á Íslandi þá vorum við nú ekkert að láta þetta stoppa okkur. Fórum við því í góða göngu um svæðið. Skoðuðum kastala og fleira sem notaður var í bardaga árið 1651 þegar Hollendingar réðust á eyjuna.

Veggur sem reistur var fyrir stríð
Fallegt útsýni

Þessir héldust þurrir, svona nánast!


Í gær fórum við með ferju yfir á eyjuna Catano þar sem Bacardi romm verksmiðjan er staðsett. Þar fengum við ferð um svæðið og smakk á alls kyns tegundum af rommi. Einnig fengum við að heyra sögu staðarins og upphaf rommsins svo að maður verður klárlega sögumaður á næsta djammi þegar einhver ákveður að fá sér Mohito, þá erum við með söguna á hreinu.


Spennt í ferjunni

Það sem verra var að í öllu veðrinu í dag byrjaði íbúðin sem við erum í núna að leka! Eldhúsið, gangurinn og eitt svefnherbergið. Sem að er klárlega ekki það skemmtilegasta og hér eru handklæði á öllum gólfum og sambýlismaðurinn er á fullu í símanum að reyna að redda okkur góðum afslátt eða nýrri íbúð. Ef afslátturinn verður fyrir valinu þá bara gerum við eins og námsmönnum sæmir, tökum peningin og skiptumst á að gista í herberginu sem að lekur. R í öðru eða Raggi Reddari mun að öllum líkindum ná að redda þessu, hef enga trú á öðru :)


En allavega þá er Puerto yndislegur staður í alla staði. Er gjörsamlega búin að falla fyrir þessu afslappaða andrúmslofti, að borða seint á kvöldin & dansa Salsa á skemmtistöðunum. Svo eru göturnar þröngar og húsin litrík og gallerý á hverju horni.


Á djamminu i gærkvöldi.

Við ætlum að njóta þess eins og við getum þessa daga sem eftir er, en við fljúgum aftur heim á mánudaginn.

Kveð með myndum af götunni okkar að næturlagi ;;




XXX Líf ((sem er ástfangin af Puerto Rico))


3 comments:

  1. En skemmtilegar myndir hjá þér :) - mikið öfunda ég ykkur!

    ReplyDelete
  2. Váá öfund hérna megin !! Hlakka samt rosa til að drekka mohito með þér og fá söguna ;)

    löv :*

    Karí

    ReplyDelete
  3. Takk þið :*

    Mohito & sögustund,mættust!

    ReplyDelete