Monday, March 12, 2012

Helgin á enda.

Góðan daginn kæru lesendur.
Nú erum við búin að hafa gesti á Vatnshlíðarveginum síðan á föstudaginn. Það hefur nú heldur betur verið skemmtilegt og líflegt hjá okkur. Við sóttum þau á föstudaginn og ég komst að því að litla systir mín er búin til úr stáli. Hún hafði verið algjört hörkutól í flugunum, ekkert grátið eða kvartað og það tók við 3 klukkustunda bílferð frá Atlanta og hún svaf og spjallaði alla leiðina. Ekki mikið mál að ferðast með þessa skvísu!
Við tókum ekta Amerískan bröns á leiðinni heim þar sem boðið var uppá pönnukökur með sýrópi, nýbakaðar muffins, hamborgara, egg og beikon. Mjög gott í magann enda var langt í að við urðum svöng aftur. 

Þegar við lentum í Huntsville voru allir orðnir rosalega þreyttir eftir ferðalagið og sofnuðu hver í sinu horni. Allir nema Vigný Lea að vísu, sem talaði og talaði og hjálpaði mér að baka pizzu. Eftir tveggja mánaða fjarveru er kannski ekki skrítið að það sé mikið til að tala um, en hún varð hás að lokum en þá var líka pizzan tilbúin og allir vöknuðu til að fá sér. Kvöldið var mjög rólegt eftir það og við sofnuðum öll snemma. 

Frekar þreyttur svona!

Við vöknuðum við sólina á laugardagsmorgun, mamma og Raggi buðu uppá dýrindis morgunmat og ég bakaði Amerískar pönnukökur. Svo lá leið okkar í útiveru og við nutum dagsins á sundlaugarbakkanum hérna í hverfinu. Um kvöldið var grillveisla ALA Raggi þar sem nautið var tekið alla leið með fersku salati, steiktu grænmeti, kartöflum og ÍSLenskri grillsósu sem þau komu með að heiman. Bara ljúft kvöld :)

Í miðbænum

Á ítölskum stað

Gefa öndunum

Líka sú stutta

Móðir fékk að fjúka í laugina köldu

Grillveisla

Í gær var kominn tími fyrir höfuðstöðvar kántrýtónlistarinnar. Eða Nashville, lögðum af stað fyrir hádegi og kíktum í almenningsgarð. Þar röltum við um og vorum allt í einu kominn inn á flóamarkað með alls kyns varningi, grænmeti og kjötvörur. Mjög skemmtileg upplifun að prófa svona flóamarkað hérna úti. Við vorum nú ekki með neitt plan beint en við lentum næst á svona hótelgarði. Eða réttara sagt risa hóteli og inní hótelinu voru alls kyns garðar og margt hægt að skoða. Þvílíkt flott enda kostaði um 20.000 krónur ódýrasta herbergið þar. Við enduðum ferðina í miðbænum þar sem við röltum á Steak & Spaghetti House þar sem að við borðuðum. Það var mikið líf og fjör í miðbænum og gaman að upplifa svona miðbæjargöngugötustemningu sem að mér finnst svolítið vanta hér í Huntsville. Þegar við komum heim þá ákváðum við að sýna Íslendingunum WalMart enda er það upplifun fyrir flesta og það var einmitt raunin. 

Tilbúinar í road-trip

Almenningsgarðurinn

Nashville

Væri alveg til í að smakka

Þessi er tekin innan í hótelinu, svalirnar allt í kring á herbergjunum. Ekkert smá flott!!

Þessi voru í stuði :)


Nú liggur leið okkar í verslunarmiðstöðina hér í bæ, Raggi ætlar að skreppa aðeins í skólann. Svo er planið að móðir ætlar að elda fyrir okkur lasagne í kvöld en það er með því betra þegar hún tekur uppá því.
Bara gott að frétta af okkur héðan, biðjum öll að heilsa heim.
Knús,
Líf

2 comments:

  1. Það virðist vera ekkert smá gaman hjá ykkur! Njótið í botn elskan ;)

    ReplyDelete
  2. alltaf gaman að fá fjölskylduna í heimsókn! hafiði það gott :))
    - alexandra

    ReplyDelete