Monday, March 26, 2012

Vorfríið okkar

Síðustu dagarnir í Puerto Rico.....
Þá er dvöl okkar á enda í San Juan en við áttum flug í dag (mánudag) klukkan 06:00 til Miami og þaðan aftur til Atlanta. Þar beið okkar kagginn sem að við keyrðum heim til Huntsville, ferðin gekk mjög vel og Fordinn var í góðu skapi í þetta sinn.

Ferðin er búin að vera frábær, eins og ég nefndi í síðustu færslu þá fengum við aldeilis okkar skammt af rigningu og leka. Raggi stóð sig eins og hetja og reddaði okkur 40% afslátt af gistingunni sem var nokkuð vel þegið. Á kvöldin hefur rignt mikið og aðalega á næturnar þó að það hafi reyndar skúrað af og til á daginn líka.
Við höfum nú ekkert látið dropana skemma fyrir okkur dagana, heldur höfum við gengið um allt svæðið og skoðað heilmargt og mikið. Á kvöldin höfum við svo notið þess að borða góðan mat. Það er eitthvað við að vera erlendis í fríi og að borða úti  á kvöldin, sitja úti, hlý gola og yndisleg þjónusta. En eins og allt annað þá tekur þetta enda og við verðum farin að elda og vaska upp áður en við vitum af. En það líka þarf að vera svo að við njótum hins J

Það er samt alltaf gott að koma heim og íbúðin á Vatnshlíðarveginum tók vel á móti leigjendum sínum. Nú er það aldeilis að bretta upp ermarnar enda lokapróf á föstudaginn og tengdafjölskyldan á leiðinni. Það verður æðislegt ! :)

Ætla að leyfa nokkrum vel völdum myndum að fylgja frá ferðinni okkar, en eins og áður hefur komið fram þá er ég rosalega hrifin af eyjunni og fegurð hennar.

Fallbyssa sem notuð var í bardaga forðum daga

Við inngang kastalans

Efsta hæðin í kastalanum

Viti

"Fangelsi" kastalans

Horft frá kastalanum

Lifandi jazz tónlist á götum borgarinnar.

Á leið í El Morro kastalann

Kaffihús sem ég féll fyrir, crossaint með skinku, osti og eggi
ásamt nýkreistum appelsínusafa í sunnudagsbröns
Fólk að syngja og spila á trommur um bæinn


Allavega mjög eftirminnileg ferð sem skilur eftir sig góðar minningar, myndir og nokkur vel valin gullkorn.
Vona að þið hafið notið helgarinnar,

XXX
Líf

No comments:

Post a Comment