Jááá, langt síðan síðast! Er komin með fráhvarfseinkenni frá blogginu mínu. En við björgum því með einni lauflétttri færslu..... Vikan fór í lærdóm, það vill til að karlmennirnir á svæðinu Raggi og Felix héldu mér gangandi með dýrindis máltíðum svo að eina sem að ég þurfti að gera var að læra. Það gekk líka fínt og sömuleiðis i lokaprófinu á föstudaginn. Ég er nokkuð bjartsýn með að hafa náð áfanganum en ég ætla nú ekki að vera lofa neinu þó, en prófið gekk fínt.
Ég viðurkenni, það er e-ð voðalega notalegt við að læra í sólbaði |
Ég var síðan sótt í prófið af Ragga og tengdarfjölskyldunni eins og hún lagði sig. Já það eru komnir gestir til okkar á Vatnshlíðarveginn og það er sko ekki leiðinlegt. Við tókum verslunarferð á laugardaginn, þræddum stærsta mollið og ég held að það sé formlegt, ég fæ ekki leið á því. Sérstaklega þegar maður græðir óvænt fallega skó :) Ég held að það sé ekki til lækning við skódellunni í mér, ég sver það!
Pizzuveisla á föstudagskvöldið með gestunum |
Nýr áfangi hefst síðan á morgun, en þá fæ ég send gögn úr nýja skólanum sem að ég var að byrja í. Ég hef verið að velta þessu námi fyrir mér lengi, en það hefur verið frekar erfitt að nálgast það. En ég fann sem sagt draumaskólann, eftir mikla leit í Kanada. En það sem ég mun læra er sem sagt "Wedding & Event planning" Eða brúðkaups & viðburðarstjórnun/skipulagning. Ég hef alltaf haft rosalega gaman af því að skipuleggja hluti, til dæmis byrja ég í febrúar , mars að íhuga þemu og fleira fyrir afmælið mitt sem er í júní. Svo að ég er mjög spennt fyrir náminu og ég mun útskrifast með viðurkenningu sem alþjóðlegur brúðkaups/viðburðarstjóri með svokölluð IEWP réttindi. Ég hef 3 ár til að klára námið en lágmarkið er sirka 6 mánuðir, en ég mun læra viðskiptafræðina með þar sem ég sé það fyrir mér sem góða blöndu fyrir framtíðardraumana.

Spennandi tímar framundan!
En síðustu dagar hafa verið ósköp notalegir, ég er byrjuð að gera tilraunir við útihlaup. Sem að hefur gengið upp og ofan, það eru þvílíku brekkurnar hérna á svæðinu svo að það er ekkert grín að hlaupa úti, svo er hitinn og sólin ekki heldur til að gera þetta neitt auðveldara. En æfingin skapar meistarann!! Svo að ég gefst ekkert upp og já ég segi viljandi frá þessu hér í blogginu, vegna þess að nú búist allir lesendur við að ég komi á skokkinu til landsins í maí, svo það er pressa :)
Lóa ánægð í Build-a-bear búðinni, að búa til sinn eigin bangsa. |
Í dag var æðislegt veður og við nutum dagsins á sundlaugarbakkanum, held að við höfum slegið Íslendingametið á svæðinu en þegar mest lét vorum við 10 á staðnum. Tennisið var líka aðeins tekið fyrir og sundlaugin líka. Við enduðum daginn á Chili's sem er mjög fínn staður, minnir á American Style og Friday's.
""
Smá sýnishorn af greiðslum ferðarinnar, ég er svo heppin að hafa svona hársnilling í heimsókn og mér leiðist sko ekki að vera tilraunadýr fyrir greiðslur sem að hún lærir jafnóðum á netinu, en það er hún Lóa :)
"""
En það spáir um 30 stiga og sól á morgun og hinn allavega svo að við munum eflaust nýta okkur það með því að sóla okkur í garðinum. Næstu helgi er búið að bóka hótel í Atlanta, svo við munum taka 2 nætur þar og svo eru komin í hús páskaegg svo að við getum aldeilis gert okkur glaðan dag, næsta sunnudag. Verst er að nú glápir það á mann í hvert sinn sem maður gengur inní eldhús, sem er erfitt að standast !!
Jummmmí ! |
Eigið góða viku,
Líf.
No comments:
Post a Comment