Við erum orðin ein aftur í kotinu en tengdafjölskyldan fór snemma á laugardagsmorgun. Við nutum laugardagsins í sólinni, kíktum á leikinn hjá strákunum, settumst á kaffihús og enduðum svo á að taka allan skarann heim til okkar í tennis, pizzu og smá skemmtun.
Keppnis |
Sundlaugin er alltaf notaleg |
Enduðum á Mickey's í langþráð Karokí, sem var áhugavert. Ég vil meina að enn eina ferðina hafi Íslendingarnir sigrað Karokí Huntsville borgar, meðal annars með laginu "Don't go breaking my heart" sem að minn heittelskaði Elton John og Kiki Dee gerðu ódauðlegt ásamt mínum hinum heittelskaða og ég hugsa að það sé orðið algjörlega ódauðlegt núna! En þetta var rosalega skemmtilegt kvöld og frábært að dusta aðeins rykið af dansskónum.
Stundum átta ég mig ekki alveg á þeim....... |
Raggi - Felix - Emil |
Flottir að vanda! |
Þið misstuð af miklu :-) |
Nú sunnudagurinn fór í sunnudagsrúnt, eins og gengur og gerist á íslenskum sunnudögum. En Raggi sýndi mér golfvöllinn sem að hann og pabbi hans spiluðu á síðastliðinn föstudag. Það var ekkert smáræði og íbúðarhverfið í kring var ekkert ofan á brauð neitt. En það var fallegur dagur, sólin skein og það var mjög hlýtt.
Útsýni af hæðinni á leiðinni á Golfvöllinn |
Vallarhúsið |
Nú er það hins vegar orðið formlegt að við Raggi erum að koma heim eftir 2 vikur, alveg! Þannig er mál með vexti eins og þið hafið jafnframt lesið um að þá settu meiðslin stórt strik í reikninginn. Reyndar höfum við kost á að vera áfram að öllu óbreyttu í haust en fótboltinn er of stór hluti í þessu öllu saman og Raggi vill jafna sig heima og jafnframt klára gráðuna sína á styttri tíma í háskóla heima. En við höfum haft nægan tíma til að hugsa þessi mál, meta kostina og galla og við erum sátt við ákvörðun okkar og erum þess fullviss að tækifærin og ævintýrin verða alltaf handan við hornið. Maður þarf bara að hafa augun opin fyrir þeim!
Svo nú er bara að njóta alls þess sem að Bandaríkin hafa uppá að bjóða, við höfum átt yndislega tíma hérna, kynnst frábæru fólki og þessir mánuðir vega stórt í reynslubankanum hjá okkur báðum.
Svo nú er bara að njóta alls þess sem að Bandaríkin hafa uppá að bjóða, við höfum átt yndislega tíma hérna, kynnst frábæru fólki og þessir mánuðir vega stórt í reynslubankanum hjá okkur báðum.
Í gærkvöldi byrjuðum við að auglýsa bílinn og húsgögnin okkar. Við vissum nú svo sem ekkert við hverju ætti að búast, enda aldrei gert neitt slíkt áður í öðru landi. Það má með sanni segja að það hafi gengið vonum framar! Auglýsingin fór inn í gærkvöldi um 10 leytið, klukkan hálf 11 hafði ég fengið 23 nýja tölvupósta með alls kyns spurningum um söluhlutina. Svo í morgun þá stoppaði síminn ekki frá sirka 9 til hádegis.
Svo kom maður til okkar fyrir kvöldmat og keypti eldhúsborðið, stólana, sjónvarpið, sjónvarpsskenkin, stofuborðið og kommóðu. Þar fór nánast allt sem var til sölu svo að það var alls ekki slæmt. Hann mun fá íbúðina sína afhenta á föstudaginn og þá hjálpum við honum að setja allt í bílinn og verðum nokkurn veginn húsgagnalaus í viku en það er til margt verra held ég!
Ég hugsa að stór hluti þess hvers vegna þetta gengur svona vel er að hér í Huntsville koma margir í skóla, vinnu eða annað slíkt og þá aðeins tímabundið. Eins og maðurinn sem kom í dag var aðeins að fara vera hér í einhverja 9 mánuði vegna vinnu og þetta fólk þarf engin rosalega dýr og flott húsgögn.
Svo kom maður til okkar fyrir kvöldmat og keypti eldhúsborðið, stólana, sjónvarpið, sjónvarpsskenkin, stofuborðið og kommóðu. Þar fór nánast allt sem var til sölu svo að það var alls ekki slæmt. Hann mun fá íbúðina sína afhenta á föstudaginn og þá hjálpum við honum að setja allt í bílinn og verðum nokkurn veginn húsgagnalaus í viku en það er til margt verra held ég!
Ég hugsa að stór hluti þess hvers vegna þetta gengur svona vel er að hér í Huntsville koma margir í skóla, vinnu eða annað slíkt og þá aðeins tímabundið. Eins og maðurinn sem kom í dag var aðeins að fara vera hér í einhverja 9 mánuði vegna vinnu og þetta fólk þarf engin rosalega dýr og flott húsgögn.
En þetta lofar aldeilis góðu, margir að hringja og spyrjast fyrir um bílinn. Einn kom í dag að skoða, tveir væntanlegir á morgun þannig að þetta virðist bara allt ætla að reddast frábærlega.
Í kvöld fengum við góðan gest í kveðjukvöldmat. Það var hann Jeremy nágranni okkar, en hann er að fara í vinnuferð á morgun og verður ekki kominn fyrr en við erum farin aftur til Íslands. Við elduðum kjúklingarétt og tilheyrandi og við áttum skemmtilegt spjall eins og alltaf. Við munum án efa sakna hans en við ætlum að halda sambandi svo að það verður bara skemmtilegt. Ég gerði tilraun með mína fyrstu gulrótarköku og ég tel hana nú bara hafa heppnast nokkuð vel. Hef aldrei gert svona tveggja hæða köku með kremi á milli svo að þetta var mikil en skemmtileg áskorun.
Félagar í faðmlögum |
Næstu dagar munu fara í lærdóm, vesenast í sölumálum og njóta þess í leiðinni að gera eitthvað rosalega Amerískt. Í sumar ætla ég aldeilis að breyta til og vinna í vinnuskólanum sem flokkstjóri! Ég held að það verði spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt svo ég hef miklar væntingar fyrir komandi sumri.
Njótið vikunnar kæru lesendur,
ykkar
Líf.
ykkar
Líf.
elska hvað allt er að smella hjá ykkur! Og elska enþá meir að þú sért að koma heim :D hlakka mikið til að hitta þig ;* en njóttu þess að vera úti meðan þú getur!
ReplyDeletexoxo
- A