Við skötuhjúin elduðum í fyrsta sinn páskamat saman fyrir gestina okkar og tókst það bara nokkuð vel til, þó ég segi sjálf frá.
Raggi Le kom yfir og við buðum uppá nautasteik, kartöflur, sveppasósu & ferskt salat. Það klikkar einhvern veginn aldrei að fá sér nautasteik, það er bara þannig.
Í grænmetisskurði |
Allt að verða klárt |
Steikarsmiðurinn |
Lóa skvísa að leggja á borð |
Páskarnirfríið er ekkert mjög heilagt hérna úti, miðað við að flestir eru kristnir hér á svæðinu. En það var til dæmis ekki einn dagur í fríi í skólanum hjá Ragga svo að það var heldur öðruvísi en við höfum vanist. En það er sennilega bara leyst með vorfríinu svokallaða um daginn.
Annar í Páskum mánudagurinn var nýttur í menningar / skoðunarferð. En við létum loks verða að því að kíkja á geimsafnið sem er nálægt okkur en Huntsville er einmitt frægt fyrir þetta safn og oftar en ekki talað um borgina sem "The Rocket City" eða Eldflaugarborgin. Safnið var mjög áhugavert, að vísu að stórum hluta lesefni en einnig voru geimflaugar sem hægt var að skoða og jafnvel fara inní. Ótrúlegt að hugsa til þess að menn voru að brasa í þessu frá árinu 1950, en svoleiðis var það nú samt.
Hér koma nokkrar myndir sem að ég tók í geimsafninu ;
Maður er svo flippaður stundum |
En vikan hefur verið mjög fín, við erum búin að þræða verslanir og sýna gestunum borgina. Ég hef líka verið að bardúsa í nýja skólanum en ég fékk bækurnar í vikunni. Það er alveg dásamleg skemmtun og ég nýt hverrar mínútu af náminu, grínlaust! Svo er ég alltaf að reyna að hlaupa með, bætti metið mitt í dag. Á að vísu eftir að mæla hvað ég hljóp langt en krampinn í lærunum á eftir vill meina að ég hafi hlaupið rúmlega maraþon.
Í dag tókum við svo uppá því að taka Fordinn í gegn, það varð enginn smá breyting. Við sápuðum hann, bónuðum, ryksuguðum og þrifum hann allan að innan. Ég fékk sýnikennslu í hvernig á að þrífa felgur og ég vil meina að ég hafi staðið mig með prýði enda glönsuðu felgurnar á gripnum. Ástæða þrifanna er nú reyndar aðalega sú að kagginn er kominn á sölu. Nú er bara að vona að hann seljist greyjið, en hann hefur nú alltaf verið ágætur inná milli.
![]() |
Takið sérstaklega eftir glansandi felgunum! |
![]() |
Hvað haldið þið !? |
Kvöldmaturinn í kvöld var ekki af verri endanum, við smelltum í Indverska veislu. Raita-sósa, kjúklingaréttur sem sambýlismaðurinn marineraði yfir nótt, grjón og heimatilbúið naan. Mjög vel heppnað!
Gestirnir munu halda heim á leið á laugardagsmorgunn um 7 leytið en þá verður tómt í kotinu á ný. En mér skilst að drengirnir á Edvardsvegi munu mæta með fyrsta strætó enda búnir að sakna okkur þessar elskur.
Svo styttist aldeilis í heimkomu okkar en við eigum flug heim 1. maí frá Huntsville. Í þetta sinn munum við stoppa í Washington og náum vonandi að eyða deginum þar.
Fleira er ekki í fréttum að sinni,
veriði sæl.
- Líf
No comments:
Post a Comment