Þá er bara komið að því, við erum í þessum skrifuðu orðum að leggja af stað til að sækja næstu gesti. Þau fóru frá Íslandi í gær til New York, þaðan til Washington og lenda síðan í Atlanta þar sem við erum á leiðinni að sækja þau. Það tekur rúma þrjá klukkutíma að keyra þangað svo að við erum vöknuð hress og kát um hánótt og til í slaginn.
Síðustu dagar hafa verið rólegir. Tók mig til og kláraði að glósa allan Þjóðhagfræði áfangann eins og að hann lagði sig, lokaprófið er reyndar ekki fyrr en 30. mars en það er bara svo rosalega mikið að gera þangað til. Mamma og co verða hér fram yfir þarnæstu helgi og daginn eftir að þau fara þá leggjum við í hann til Puerto Rico.
Ég er eitthvað svo gamaldags í þessum glósubransa að ég handskrifa allar glósur, það er bara einhver ávani hjá mér. Mér finnst líka bara efnið festast mun betur inní hausin á mér þegar ég skrifa allt svona og þá finnst mér ég læra betur. Eina við þetta er að þetta tekur að sjálfsögðu mun lengri tíma og ég kláraði síðustu tvo kaflanna með tvöfaldann plástur á vísifingri. En þetta hófst. Ég byrjaði líka að vinna í stóru hópaverkefni með fólki búsettu á Íslandi og í Bandraríkjunum. Það er skemmtilegt við námið í Bifröst að það er mikið um verkefni og hópaverkefni en það heldur manni vel við efnið. Ég fékk líka staðfestingu á að fyrsta áfanganum rekstrarhagfræði væri lokið og ég var mjög sátt við árángurinn þar.
![]() |
Héldum uppá áfangann með smá deiti :-) |
Raggi fékk leiðinlegar fréttir í gær frá lækninum, það var eins og hann átti von á. Slitið krossband, ekki sjáanlegar skemmdir á liðþófum en það mun koma betur í ljós í aðgerðinni sjálfri. Hann mun fara í aðgerð heima á Íslandi næstkomandi 3. maí. Svo að síðustu dagar og tvær vikur hafa líka farið í miklar vangaveltur um framtíðina okkar hér, margir kostir og gallar við alla möguleika eins og svo oft áður. En við munum komast að niðurstöðu sem mun vonandi vera sú besta í stöðunni þegar allt er tekið saman!
Þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar! Það er bara nákvæmlega tilfellið.
Nú í gær átti Felix afmæli, hann varð 22 ára gamall. Að því tilefni bauð hann okkur í heimboð þar sem hann bauð uppá þessa líka dýrindis austurlensku fiskisúpu. Ég er enginn rosalegur fiskmanneskja en þvílíkt sem að ég var hrifin af þessari súpu. Hann notaði krabba, ýsu og rækjur og hún var mjög bragðgóð. Við áttum þar notalega kvöldstund, spiluðum og spjölluðum. Bara gaman!
![]() |
Ég skellti í köku handa afmælisbarninu! |
En nóg komið í bili, ég ætla sannarlega að njóta næstu daga, veðurspáin lofar góðu & félagsskapurinn verður góður.
Knús knús og góða helgi :*
- Líf
No comments:
Post a Comment