Það hefur aldeilis verið frábært hjá okkur. Veðrið hefur verið með ótrúlegasta móti, innfæddir hrista bara hausinn og muna ekki eftir svona mars í langan tíma. En við bara kinkum kolli og njótum í botn. Það hefur verið á bilinu 25-30 gráður í sólinni og ekki ský á himni. Svo að við höfum aldeilis geta notið okkar með gestunum á sundlaugarbakkanum. Það er búið að þrífa laugina og setja útvarp út svo það er rosalega gott að vera þar. Við erum meira að segja öll búin að prófa sundlaugina sjálfa, nema mamma en það er verkefni morgundagsins.
Raggi lærir fyrir próf & ég les tískublöðin |
Flottur við sundlaugarbakkann |
Mikið sport hér á bæ að kasta Amerískum fótbolta |
Sú stutta sem kýs að kalla sig Duddí-Lea hefur verið í frábæru skapi, hún er farin að tala og tala sem er mikil breyting frá því síðast. Dundar sér með bækur og blæs sápukúlur á sundlaugarbakkanum, svo verður hún þreytt og þá biður hún um Duddu-Betu og svo er bara svefn. Ekkert flókið mál hjá skvísunni.
Við móðir fórum tvær saman í smá verlsunarstúss í gærkvöldi, kíktum meðal annars í Earth-Fare sem að er svona hollustu súpermarkaður og það voru bara stjörnur í augunum á mömmu og hún gat aldeilis dundað sér í nuddolíudeildinni þar. Svo fórum við líka í Dick's sem að er íþróttavörubúð þar sem hún splæsti á sig geðveiku UnderArmour dressi, sem hún á svo sannarlega skilið, enda búin að vera á fullu í BootCamp.
Móðslan í matarferð |
Góður dagur endar á góðu lasagne! |
Tennisspaðarnir hafa verið brúkaðir mjög reglulega, við Valdi höfum keppt mikið saman og ég er ennþá að tapa en það eru enn nokkrir dagar til stefnu og ég SKAL vinna 1 leik áður en þau fara heim. Talandi um heimferð, þá er farið að síga skuggalega á seinni hluta ferðarinnar. Við ætlum til Atlanta á föstudaginn og vera þar í tvær nætur á hóteli í miðbænum. Planið er að fara í dýragarðinn sem við kíktum líka í með Agnesi og Þórði og svo SIXFLAGS sem að er risastór skemmtigarður//Tivolí. Svo er líka H&M í Atlanta og ég efast nú ekki um að þau nýti sér það eitthvað.
En þetta er búið að vera hrikalega skemmtilegt að hafa þau, erum öll marineruð eftir sólardaginn og ætlum að gera okkur ferð í útimollið og klára daginn með því að snæða úti og fá okkur ís.
Kveðja til allra frá öllum
- Líf.
ohh þetta hljómar svo vel hjá ykkur! Væri ekkert á móti SixFlags, hef heyrt svo biiiilaða hluti um þennan garð :D öfunda ykkur ekkert smá! Og þetta veður.. má þetta bara? Allt á kaf í snjó hérna á Akureyrinni okkar.. farið vel með ykkur :*
ReplyDelete- Alexandra