Myndir frá mánudeginum:


Það hefur verið gott að eiga góðan nágranna í öllu lærdómssullinu sem pikkar mann upp til að fara í ræktina og kemur með nýbakaða kanilsnúða yfir til manns en það mun vera hún Díana mín :*
Er einmitt í þessum skrifuðu orðum á leið yfir þar sem ég mun fá nýpressaðan ávaxtasafa úr nýju pressuvélinni þeirra hjúa, ekki slæmt það! Síðan bíður mín Forever 21 sending á skrifstofunni svo það mun klárlega vera næsta verkefni að sækja það. :)
Skóla - Raggi (næst ekki oft á filmu) |
Ég fer án alls gríns að verða rótgróin við þennan stól !!!! |
Í dag er vika þar til Agnes og Þórður leggja land undir fót og koma í heimsókn á Vatnsendaveginn, get ekki annað sagt en að ég er þrusu mikið spennt. Búin að plana matseðilinn og var að stoppa mig við að byrja að þrífa rúmfötin þeirra, fyrstu gestirnir sem við fáum og spennan kannski enn meiri einmitt þess vegna.
![]() |
Verður ekkert leiðinlegt hjá okkur að fá þetta krúttsprengupar í 10 daga!!! |
Hef aðeins verið að dúllast meira í íbúðinni, fékk sendingu frá Ebay þar sem ég er búin að vera að vesenast með hvað ég á að setja á vegginn fyrir ofan sófann. Það var orðið svo svarthvítt í stofunni svo að ég vissi að ég vildi setja liti til að fríska aðeins uppá útlitið. Þessir hringir frá Ebay voru bæði einfaldir og ódýr lausn og ég er nú bara nokkuð sátt við þá. Gefa skemmtilega breytingu!
Í kvöld ætla ég að baka hvítlauksbrauð og gera sveppapastarétt! Er að prófa hann í fyrsta sinn, er svona búin að vera með hann í hausnum, mögulega þar sem að ég elska sveppi. Var að prófa í síðustu búðarferð að kaupa aðeins dekkri sveppi og þeir eru dásamlegir. Svo er þrifdagur og meiri lærdómur svo að það er kannski ekki að undra að ég finn mér ýmis önnur verkefni til að létta á deginum.
Helgin er nokkuð óráðin, Indverskt í hádeginu á morgun og pizzuIdolkvöld! Komnar smá hefðir í mann hérna sem erfitt er að breyta aftur, en þær eru svo sem ekkert slæmar. 80's þema í afmæli hjá Kyle nokkrum úr liðinu hjá strákunum svo maður þarf eitthvað að sansa búning fyrir það. Ætlum svo að taka lokaákvörðun í SpringBreak málum og bóka það sem fyrst enda margir að panta og bóka slíkt einmitt núna.
Eigið yndislega helgi :*
- Líf
Hæ Líf mín.
ReplyDeleteDásamlegt að fylgjast með ykkur Ragnari. Heyri að það er nóg að gera og svo er íbuðin orðin mjög notaleg.Eg er svo forvitin að mig langar til þess að vita hvað SpringBreak er???
Við Viddi biðjum að heilsa Ragnari okkar og farið þið vel mykkur kv.Lóa.
Alltaf gaman að fá viðbrögð :)
ReplyDeleteTakk fyrir það!
SpringBreak er Vorfrí og kemur í staðinn fyrir Páskafríið!;)
Skila kveðju og ég bið rosa vel að heilsa líka
- Líf
Um að gera að vanda sig með íslenskuna og engar enskuslettur takk :) Rosa flott hjá ykkur íbúðin ....
ReplyDeleteKv. mamma :)
Delete