Thursday, December 15, 2011

Aðventan

Þá er kominn tími á smá Íslandsblogg.
Hér erum við búin að vera í eina viku í dag og það hefur verið hreint út sagt yndislegt !! Lentum um 7 leytið þann 8. desember á klakanum, sem stóð undir nafni og tók við okkur með snjóhríð og -12 gráðum. Heima á Skaganum góða biðu Tengdó, Lóa mamma og Vigný Lea með bakarísbakkelsi og knús ! Það var ólýsanlegt að hitta þau aftur og svo er búið að týnast til fleiri og fleiri sem ég hef saknað hrikalega!!!


Er á fullu að vinna núna fyrir jólin í Einarsbúðinni, öll kvöld margplönuð og aldeilis nóg að gera (og borða, miiiiiikið!) . Heljarinnar veisla á laugardaginn þegar við vinkonurnar flestar sameinumst yfir kvöldmat & dansleik um kvöldið, get ekki beðið eftir að hitta þær allar. Svo eru Litlu Jól "Hegadda", Vegamót, Tónleikar og svo bara jólahátíðin.














"""Njótum aðventunar með öllum þeim sem okkur þykir vænt um og gerum þennan tíma í sameiningu að góðum og eftirminnilegum tíma.""""

Jólakveðja
XXX
Líf

1 comment:

  1. Heyrðu það er óhætt að segja að ég sé abbó! hlakkar svo til að koma heim, vildi að ég gæti verið memm á laugardaginn! Verð þó í flugvél á leið heim ;) sjáumst svosvo fljótlega ;*

    ReplyDelete