Friday, September 28, 2012

IKEA

Hin eina sanna.

Við vorum að ræða IKEA verslunarkeðjuna í markaðsfræðitíma í dag í Háskólabíó.

Um sögu hennar til dæmis og þá kom það í ljós sem að ég vissi ekki að þegar þeir voru nýlega komnir á markað þá gerðu þeir könnun um hvernig fólki líkaði vörurnar, verslunin og svo framvegis. Fólk kom með ýmsar athugasemdir; verslunin væri kuldaleg og alltof stór.

Þá snéru IKEA framleiðendur vörn í sókn og rúmlega það. Þeir fóru í svakalega herferð sem fólst í því að þeir fengu að setja myndavélar inná heimili fólks, til að geta lagað verslunina sem og vörurnar af þörfum fólksins.

Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi þeim tekist einstaklega vel og kannanir báru vott um mikinn árangur.

Persónulega hef ég afar gaman að því að "skjótast aðeins" í IKEA, það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og síðast en ekki síst ; Verðið. Yfirleitt finnst mér verðin sanngjörn og henta námsfólki einstaklega vel. Að geta keypt sér einn og einn hlut sem gerir heimilið aðeins notalegra á viðráðanlegu verði.

Nokkrir hlutir sem mér finnst mjög sniðugir og skemmtilegir frá IKEA á mínu heimili sem hafa safnast saman síðan við byrjuðum að búa ;


Blómapottarnir eru uppáhalds!

Veggskraut á baðherginu

Fyrir skipulagið í eldhúsinu

Gamaldags vatnskanna
Bókailla sem og skilrúm, afar hentugt.

Á Óskalistanum;

Loftljós

Ef lagerinn af ilmkertum klárast einhvern daginn hjá IKEA,
þá eru allar líkur á að ég komi eitthvað nálægt því.

Rosalega smart fjólublár skenkur

Töff

Langar í dúk á eldhúsborðið, þessi efnismeter gæti gengið ef hann yrði klipptur
flott til

Skálar í eldhúsið

Í næstu viku er planið að ljúka við svefnherbergð og finnst mér það nú ljómandi góð ástæða til að skella sér í IKEA, aldrei að vita nema einhverjir krúttlegir hlutir fái að fylgja með! Bara pínu smá :)

Eigið yndislega helgi, það stefnir í slíka hjá mér í sumarbústað með fjölskyldunni. Það er ekkert betra en að slappa af og borða góðan mat.

- Líf


Thursday, September 27, 2012

Heill og fylltur

Heill kjúklingur.

Er eitthvað sem ég gríp yfirleitt þegar ég fer í matarbúð, það er svo rosalega gott að eiga eitt stykki í frystinum.

Mér finnst hann mjög góður, steiktur í ofni með frönskum ekkert vesen.

En ég fékk þá flugu í hausinn í vikunni að prófa að fylla hann. Ég skrifaði herlegheit á miða til að versla í hann en svo ákvað ég að vera rosalega hagsýn og nota bara það sem væri til. Það reyndist smá flókið þar sem ég ákvað þetta áður með tilliti til þess að farið yrði í búðina.

Svo niðurstaðan var svona ;

- Sveppir 
- Rauðlaukur
- Paprika
- Laukur
- Lime
- Rjómaostur
- Maisbaunir
- Skinka 
- Sætar kartöflur 


Kannski ekki beint týbísk fylling en ég ákvað samt að láta vaða. 



Sósan er heit og hún er alveg í sérflokki. Ég meina það! Ég tárast því ég vil ekki sjá hana klárast þegar hún er í matinn.  Ég fékk hana í fyrsta sinn hjá Vigni bróðir hans Valda. Ég veit ekki nánar um uppruna hennar en hún kallast Ollusósa engu að síður.

Ég er alveg veik fyrir heitum sósum, rætt hefur verið um að byrja að skammta mér hreinlega þegar slíkt er á boðstólnum, ég tala nú ekki um ef það er heit sveppasósa! Þá er ég til vandræða :)

Ollusósan ; 

- Safinn af maís-baununum
- Rjómi
- Aromat
- Salt
- 1 stk. Svínatengingur 




Ég setti pottagaldrakryddið ; Kebab kjúklingakrydd á kjúklinginn en ég er mjög mikill aðdáandi pottagaldrakryddana. Sérstaklega heitu pizza og ítölsku.

Svo var bara öllu saman hent inn í kjúklinginn og bundið fyrir.

Þetta tókst afar vel til og er rosalega fínn fimmtudagsmatur, nú eða bara hvaða dag sem er.

Wednesday, September 26, 2012

Kex Hostel

Það er alltaf sagt við mann reglulega hvað maður sé heppnin að hafa vinnu.

Það er reyndar alveg rétt, ég tala nú ekki um hvað maður er heppin að hafa vinnu með skólanum og getað púslað öllu saman svo að bæði virki. Algjör forréttindi!

Ég datt í myndastuð í vinnunni og smellti nokkrum velvöldum sem mig langar til að deila með ykkur. Persónulega finnst mér Kexið rosalega vel hannaður töff staður, öðruvísi er orðið sem á kannski einna best við.

Kexið er staðsett á Skúlagötu 28 og var áður Kexverksmiðjan Frón en hostelið, barinn og veitingarhúsið var sett upp í aprílmánuði í fyrra svo þetta er allt frekar nýtilkomið.

Gjörði svo vel ;

Veislusalurinn eða gymmið eins og hann kallast.



Útisvæðið, er í stækkun.




Barinn

Móttakan, hér sit ég.


 Setustofan.

Tómataplantan í glugganum okkar,
dýrindis tómatar á hverjum degi :)

Gömul vörulyfta = Töskugeymsla

Svo skemmir nú ekki fyrir hvað er skemmtilegut mórall og hresst fólk sem vinnur með mér.
Djass alla þriðjudaga og alltaf eitthvað um að vera.
Allir að kíkja á Kex!

- Líf

Wednesday, September 19, 2012

Miðvikudags -

Rölt í höfuðborg höfuðborgarinnar eða í Miðborginni.

Það er rosalega hressandi að taka göngutúr, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er nú!  Sólin lét sjá sig á ný og ég er ekki frá því að ég hafi saknað hennar.

Læt fylgja nokkrar úr göngu dagsins, en tók aukahring á leið í vinnuna.

Það er rosalega margt og mikið að sjá, ég tala nú ekki um bara á Laugarveginum. Ég hef mjög gaman að því að sjá hversu margir láta sjá sig og sjá aðra og mannlífið er líka svo skrautlegt!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Íslendingar klæði sig svo skemmtilega, vissulega eru ákveðnir tískustraumar hverju sinni en yfirleitt finnst mér fólk bara klæða sig nákvæmlega eins og því langar. Útkoman verður skemmtileg og litrík og ég er nokkuð viss um að það er ekki eins algengt í öðrum löndum.

Tjörnin og Fríkirkjan


Ég vil ekki meina að ég sé hlutdræg þegar ég nefni hvað Tjarnargatan er yndislega falleg!


Og þá sérstaklega gömlu virðulegu húsin!




- Líf




Tuesday, September 18, 2012

Þriðjudags

Ég má til með að deila með ykkur þriðjudagsferskeika Tjarnargötunnar.

Þannig er nú mál með vexti að á meðan við vorum úti þá vorum við dugleg að elda okkur indverskt. Indverskur matur er í sterkari kantinum eins og allir vita og þá getur verið rosalega gott að hafa ferska og kælandi sósu með. Á nánast hvaða síðu eða indverskri matreiðslubók má finna ýmsar gerðir af jógúrtsósu. 

Ég var venjulega með þessa hér; 

(( http://www.yummly.com/recipe/Cucumber_-Mint_-And-Tomato-Raita-Recipezaar ))

Í gær vorum við með kjúkling í matinn, ekki indverskan að vísu en ég ákvað samt að skélla í jógúrtsósu úr því sem til var á bænum. 

Ég notaði eftirfarandi ; 

- Gríska jógúrt
- Papriku
- Rauðlauk
- Gúrku
- Smá salt
- Pipar
- Chayenne pipar

Hráefnin

Klárt í skál

Ljómandi gott


Útkoman er fersk og frískandi og ég prófaði í morgunkaffinu að setja hana út á hrökkkex og það kom mér skemmtilega á óvart.

Mæli með þessu - 

Líf.



Monday, September 10, 2012

Í draumaheimi

Þrátt fyrir að mér finnst nú bara pínulítið notalegt að hafa kertaljós og heyra vindinn og rigninguna dynja á rúðunni þá er ekkert að því að skélla á sig bleiku naglalakki og vona það besta!


Ef ég væri að skipuleggja útisumargleðskap núna ...........
















Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur þegar þið horfið útum gluggann? Allavega yndi fyrir augað :)

XXX



Wednesday, September 5, 2012

Ár frá Ghana-ævintýrinu

Mig langaði að koma með færslu í tilefni þess að í dag er ár síðan við Gunnþórunn héldum til Afríku, nánar tiltekið til Ghana.

Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þetta var virkilega þroskandi, líklega sú allra mest þroskandi lífsreynsla sem ég hef sjálfviljuð gengið í gegnum.

Það er samt líka rosalega erfitt þegar maður hugsar til baka að vita ekki nákvæmlega í hvernig stöðu krakkarnir eru enda þó við höfum ekki verið mjög lengi úti þá mynduðust samt tengsl og erfitt að geta ekki haldið þeim við eins og maður gæti óskað. En ég bið fyrir þeim og ég vona af öllu mínu hjarta að ég muni hitta þau aftur!

En þetta var líka svo skemmtilegt í leiðinni, að geta glatt aðra með svona lítilli fyrirhöfn og þar sem gleðin fólst bara í að mæta á staðinn og lesa eina bók, hvað þá meira :)

Svo finnst mér algjör forréttindi að hafa fengið að koma til Afríku, sjá ólíka menningu og ferðast um.

Ég mæli með sjálfboðaliðastarfi fyrir alla, þetta er lífsreynsla sem breytir manni fyrir lífstíð.

Ég er hvergi nærri hætt og vona að ég get aftur skellt mér í eigin persónu út þó maður reyni alltaf jafn óðum að vera duglegur að styrkja samtök hérlendis enda þó að ýmislegt svindl sé í gangi í svoleiðis málum þá hef ég trú á fólkinu hérna heima og að peningurinn komist í réttar hendur.

Svo er líka bara um að gera að staldra aðeins við og sjá hvað við höfum það virkilega gott. Auðvitað eru peningavandræði alltaf til staðar, sérstaklega hjá yngra fólkinu en það er ekkert til að líkja við ástandið hjá fólkinu þarna úti og auðvitað á fleiri stöðum! Alltof mörgum stöðum.












Yndislegustu og þakklátustu börn í heimi ! 



Alveg hrikalegt hvernig aðstæðurnar eru þarna!



Ein góð í endann :)