Monday, October 31, 2011

Halloween, Florida & væntanlegar heimsóknir

Jæja, þá fer að styttast í að ég sé búin að vera hér úti í einn mánuð og enn er allt rosalega fínt og flott.
Síðasta vika var mikil prófavika hjá Ragga og yfirmaðurinn í D1 heldur mér alveg við efnið með ýmsum æfingum sem ég þarf að læra heima, Lögmálum Newtons og ýmsu skemmtilegu.  Strákarnir fóru að keppa á miðvikudaginn í síðustu viku í Atlanta, þar unnu þeir 3-2. Raggi var síðan kominn heim seint sama kvöld og þá var splæst í skonsur til að fagna góðum sigri. Helgin gekk svo í garð og við Raggi tókum X-Factorinn á föstudagskvöldið, ég elska þessa þætti. Finnst fyrirkomulagið svo skemmtilegt að það toppar jafnvel American Idol ! Fékk þær yndislegu fréttir að móðir, Valdi, Snorri og Viggligg voru að bóka flug hingað til okkar, að vísu í mars á næsta ári..... Ég er samt ótrúlega spennt, svo eru tengdó að stefna á Páskana! Verður súper gaman að fá gesti hingað til okkar, vinir & vandamenn þið vitið af svefnsófanum og sundlaugargarðinum!!!

Laugardagsbakstur

Vinirnir í Birmingham
Á laugardaginn var dagurinn tekinn snemma, þrek og svo bakaði ég mömmusnúða, bananabrauð, skonsur og muffins, strákarnir komu svo Raggi, Felix og Esra eftir æfingu og slátruðu þessu auðveldlega. Langt síðan ég hef fengið alvöru heimabakstur :) Klikkar ekki. Eftir kaffið brunuðum við til Birmingham þar sem við vorum mætt um sjö leytið, þar var leikur hjá Arnþóri og Andra Geir. Hittum líka Emil og fleiri Íslendinga sem voru að horfa á leikinn. Eftir leikinn var svo Íslendingahittingur á Cheese Cake Factory þar sem við hittumst öll og fengum okkur ljúffengan mat. Síðan var haldið heim enda stór dagur framundan.


Sunnudagurinn var næstur á dagskrá og þá var heimaleikur, UAH - West Florida. Erfiður leikur og lika mjög mikilvægur uppá framhaldið! Leikurinn hófst um 3 leytið og við nágraninn skelltum okkur saman, liðin skiptust á færum en ekkert gerðist. Endaði í framlengingu 2x10 minútur sem virkar þó þannig að ef annað liðið skorar þá er leikurinn búinn svo það var mikið undir. Þegar það voru 2 mínútur eftir af seinni framlengingu var dæmt víti og það var enginn annar en RÞG sem skellti sér á vítalínuna. Það var algjör þögn í stúkunni og ég hélt fyrir augun úr stressi. Raggi skoraði og þvílík stemning sem braust út !! Fólkið var alveg brjálæðislega ánægt og ég var knúsuð alveg í klessu af áhorfendum, bara gaman!

Vítaskyttan á örlagastundu

Það var nú ekki annað í stöðunni en að fagna þessu og við smelltum okkur upp í Latarbæjarbúningana. Ég fékk að vísu tölvupóst á fimmtudeginum um að Sollubúningurinn kæmi ekki ! Svo að ég þurfti að fara í þvílíka saumavinnu en það gekk að lokum. Fórum í ekta Amerískt partý þar sem spilað var Beer-Pong eins og enginn væri morgundagurinn. Fólk fattaði Lazytown misvel, sumir höfðu aldrei heyrt um það en aðrir höfðu séð það í sjónvarpinu hjá litla bróðir eða eitthvað álíka.

Latibær // Lazytown

Rólegur dagur í dag, Raggi að fara í 3 próf í vikunni og svo í keppnisferðalag til Florida frá fimmtudegi - sunnudags. Það vill svo skemmtilega til eins og áður hefur komið fram þá er fólkið hérna með mastersgráðu í almennilegheitum svo að í staðinn fyrir að vera ein heima þá er búið að bjóða mér með !! Já, ég er sem sagt að fara með foreldrum eins stráksins, kærustu og tengdarforeldrum til Florida!! Á hótel sem er á ströndinni :) Þar verð ég að spóka mig um í sólinni og kíki auðvitað líka á leiki hjá strákunum. Ég hlakka mikið til og er rosalega þakklát, konan sem bauð mér kom tvisvar til mín á leiknum. Í annað sinn til að láta mig fá ferðaráætlun og í seinna skiptið til að spyrja mig hvað ég vildi borða í ferðinni ! Yndislegt fólk í alla staði , ljúfa líf :)
Eigið góða viku
XXX Líf

2 comments:

  1. Má ég flytja til þín ??? Djók - en þið eruð tótalý living the dream !! :) Ég er byrjuð að safna og ÆTLA í heimsókn áður en þið komið heim :)

    ReplyDelete
  2. Játs mátt :)
    Vá hvað ég er til í að fá þig!!

    ReplyDelete