Sunday, November 6, 2011

Mánuður í jólaheimsókn og frábær helgi að baki

Tíminn hreinlega flýgur áfram hér í Ameríkunni og enn ein helgin senn á enda.
Raggi og félagar fóru héðan á fimmtudagsmorgni í svokallaða úrslitakeppni, heitir Conference, ég er hreinlega ekki alveg nógu vel að mér í þessum málum. Ég dúllaði mér nú bara þann dag ásamt því að fara í D1 en það er svoleiðis búið að koma mér inn í menninguna og kenna mér Amerískan fótbolta og við spiluðum hann í heila 3 tíma sem var aldeilis hressandi , og það úti. Þetta er alveg erfiðara en ég hélt, sko að kasta þessum bolta og reglurnar eru líka furðulegar en maður kemst inn í þetta allt saman.. Við Esra enduðum svo þennan Ameríska dag á að fara út að borða á mjög svo Amerískum veitingastað. Það er allt búið að vera mjög svo Amerískt, réttara sagt Suðurríkjastemningin er búin að ná hámarki !!

Stuðningsmaður nr. 1

Á föstudagsmorgninum var ég svo sótt af yndislegu hjónunum sem buðu mér með sér til Pensacola þar sem mótið fór fram, á leiðinni stoppuðum við í Troy sem er bær sirka fjórum tímum frá Hunstville, þar sóttum við Haley sem er sem sagt dóttir þeirra og kærasta eins stráksins í liðinu hans Ragga. Áfram héldum við og tæpum þremur tímum síðar vorum við mætt á völlinn og leikurinn að hefjast ..... Alveg gegn planinu og undanförnum leikjum töpuðu strákarnir 3-2 og var þeirra þáttöku því lokið þá helgina. Ég vissi ekki alveg hvað tæki við þar sem búið var að bóka hótelið alla helgina en þau bara sóttu Ragga og Mitch og saman fórum við öll á hótelið í bilað flotta íbúð þar sem við eyddum helginni öll saman og þvílíkt sem það var nú gaman og notalegt :)
Okkur fannst rosalega gaman að komast í ekta Bandarískt umhverfi og upplifa þeirra venjur og ég er endalaust þakklát þeim fyrir að hafa boðið okkur! Ekki nóg með það að þau buðu okkur á hótelið þá var allur matur í boði þeirra því að þau mundu hvernig var að vera fátækur námsmaður, og þegar við þökkuðum fyrir alveg í skýjunum þá sögðu þau einfaldlega : No problem, welcome to the South !
Þetta lýsir fólkinu hérna alveg ennþá betur, yndislegt fram í fingurgóma.
Við á svölunum á hótelinu

En á laugardeginum var ströndin tekin og sundlaugargarðurinn sem innihélt upphitaða laug og heitan pott. Það var ekkert slor að liggja þar en ég verð samt að viðurkenna að ég hreinlega gleymdi stað og stund.... Aðalega stund þó, ég hef aldrei farið til sólarlanda um páska eða jól / áramót og því var tímasetningin , nóvember, ekki alveg að passa við veðráttuna þarna á ströndinni! Endurnýjaði meira að segja bikinífarið mitt, ekki slæmt það. Svo var tekin smá skoðunarferð, keyrðum um svæðið og fórum á risa fiskimarkað og svo var Art Festival í gangi og mikið af fólki og gaman að skoða sig um.
Ferðin átti þó eftir að verða ennþá Amerískari því það var rosalega frægur leikur um sjö leytið á laugardeginum, Alabama að keppa við LSU og það þýddi það að 100 kjúklingavængjir, rækjur og bjór voru á boðstólnum... Svo var bara setið og hakkað í sig og horft á leikinn og stemningin var gífurleg. Gleymi ekki þessari ferð :)


 

Komum svo heim seinnipartinn í dag og nú tekur við róleg vika. Frí á föstudeginum til að heiðra menn sem fórnuðu sér í stríði einhvern tímann í gamla daga. Næsta helgi er svo Thanksgiving og þá verður nú eflaust eitthvað brallað.
Þess má geta að í dag gerðust sú ósköp að klukkan breytti sér, einmitt í þá átt sem er ekki hentug fyrir samskipti okkar við vini og vandamenn, jú við erum sem sagt núna 6 klukkutímum á eftir Íslandi.
Mánuður í jólaheimsóknina okkar, er orðin mikið spennt og er alltaf að komast í meiri og meiri jólagír ! Það má enda nóvember að hefjast :)
Góða viku allir saman :*
ps. nýjar myndir á Facebook

Ykkar Líf

Sunnudagar eru ísdagar, líka hér í USA!

No comments:

Post a Comment