Sælt veri fólkið
Ýmislegt búið að drífa á daga okkar hér úti síðan síðast. Tókum þessa snilldar ákvörðun að fara til Díönu og Ragga til Richmond í Þakkagjörðarvikunni, þau búa í Richmond sem er sirka einum og hálfum tíma frá Washington DC. Keyrðum af stað eftir tíma hjá Ragga á þriðjudaginn og keyrðum í myrkrinu.... Ferðin tók sirka 10 tíma enda ekki margir á ferð svona seint. Vorum lent um 5 leytið um morguninn hjá þeim skötuhjúum en gleymdum að reikna með tímamismun svo við vorum komin um 6 leytið hjá þeim. Lögðum okkur svo bara og tókum skoðunarferð um svæðið. Mjög fínt og við kíktum aðeins í mollið og Cheese cake Factory og gerðum all svakalegt plan fyrir Black Friday.
Á sjálfan þakkagjörðardaginn elduðum við okkur Kalkúnabringur, sveppasósu, sætukartöflugratín og eplasalat! Það var virkilega vel heppnað hjá okkur þó ég segi sjálf frá og svo heimatilbúin Rolosósa og ís í eftirrétt. Svo var aðeins fengið sér í glas og mýkt strákana upp fyrir verslunarmissjónið sem tók við um tíu leytið....Það var _bilun_ !! Wallmart hóf leikinn klukkan 10:00 þar sem við gátum ekki einu sinni fengið kerru og allt var stappað af fólki! Okkur leið hálf illa þarna en náðum þó að versla okkur aðeins í búið og strákarnir Playstation3 og Fifa12, þeir voru voða ánægðir þessar elskur og hefðu alveg getað hætt þarna.
Tókum Urban Outfitters, Target, H&M, Bath and Bodyworks og ég kláraði nú bara nánast allar jólagjafir. Mjög sátt með þessi kaup en daginn eftir fór í algjöra afslöppun. Strákarnir gerðust Facebook sjúkir og við vorum bara að dúlla okkur, fá okkur osta&vín og spjalla, bara yndislegt!
Heimferðin gekk aðeins verr , lögðum af stað um 9 leytið í gærmorgun og vorum 13 tíma að keyra og traffíkin var brjáluð, sér í lagi í kringum borgirnar! Það var roosa gott að komast loksins heim um hálf 11 í gærkvöldi.
Nú tekur bara við smá lærdómsvika, ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Fyrsta sinn í mörg ár sem ég er ekki á leið í jólapróf, ætla að njóta þess í botn og gera allt sem mér hefur dreymt um að gera meðan ég er í prófum. Ég er reyndar að fara í enskupróf, TOFL-próf eins og það kallast víst en ég þarf þetta próf til að komast inn í skóla hér úti. Svo ég verð ekki alveg aðgerðarlaus, svo er bara að þrifa íbúðina í klessu og hlakka aðeins meira til að komast heim í jólin .........ef hægt er :) Verður yndislegt að komast í faðm fjölskyldunnar og hitta alla ! Við eigum sem sagt flug heim 7. desember og verðum komin á fimmtudagsmorgunin 8. desember.
Sendi hlýjar hugsanir til allra sem eru á leið í próf og allra bara!!
Ein og hálf vika og maður er aðeins farin að telja niður.....
XXX
Líf
Takk fyrir komuna, það er hálf tómlegt hérna eftir að þið fóruð! hehe, sjáumst svo fljótlega og já endilega njóttu að vera ekki í prófum, vildi svo óska þess að ég gæti það ;D
ReplyDelete