Saturday, October 15, 2011

Ein ég sit og sauma .........

Neei það er ekki alveg orðið svo slæmt, held að mínir nánustu færu virkilega að hafa áhyggjur ef ég færi að detta í saumaskap hérna úti. Nú er önnur helgin gengin í garð og rúmlega það, ég er búin að vera ein heima síðan 5 í gærmorgun en þá lögðu Raggi og félagar upp í ferðalag alla leið til Cleveland þar sem þeir spiluðu einn leik í gær. Þeir unnu leikinn 4-1 og svo var lagt í hann aftur til Mempis þar sem þeir gistu í nótt og munu gista næstu nótt. Svo spila þeir einn leik á morgun og verða komnir heim aftur um níu leytið annað kvöld.
En ég er aldeilis búin að hafa það fínt. Byrjaði daginn snemma í gær og henti mér í ræktina, svo nældi ég mér í idodinn og bók og smellti mér í sundlaugargarðinn. Það er búið að vera rosalega gott veður í dag og í gær, einhver hitabylgja... alveg 25 stiga hiti í dag og gær með sól og á að hitna en frekar á morgun. Ég lá þar eins og skata og las fínnustu bók. Svo kom ég heim um kvöldmatarleytið og talaði aðeins við múttuna og Agnesi á skype :) Eldaði mér hrísgrjónarétt (já Gunnþórunn, hrísgrjón) sem smakkaðist ljómandi vel og svo skellti ég stelpumynd í tækið, maska á andlitið og hafði það notalegt.
Í dag var sama uppá teningnum nema ég ákvað að sigra mollið í leiðinni. Lagði af stað um 1 leytið og var að koma heim núna fjórum tímum síðar. Gerði aldeilis fín kaup myndi ég segja. 2 skópör, 3 eyrnalokkar, 2 hálsmen, stuttbuxur, 2 skyrtur, loðvesti, 3 bolir og gallabuxur á 20.000 kr íslenskar, ekki slæmt það myndi ég segja :) er alveg að elska það að versla hérna, mér finnst í rauninni verðið hérna bara sanngjarnt verð fyrir vöruna ef þið vitið hvað ég á við !
Ætla að láta nokkrar myndir fylgja frá notalegu helginni minni, hlakka þó mikið til að fá minn mann heim á morgun og ég er jafnvel að spá í að baka eitthvað gott... Aðeins ef þeir vinna leikinn þó!
XXX Líf

Ljúft á sundlaugarbakkanum

Einkasundlaug (nánast, fólkið hér notar þetta ekki mikið)
Er alveg smá ástfangin af nýja vestinu mínu!

2 comments:

  1. Já vá, væri alveg til í að eyða 20 þús kalli og fá svona marga hluti !! Magnað alveg :)
    Knús til þín Líf mín ;*

    Kv. Karítas

    ReplyDelete
  2. Váá mikið hlakka ég til að koma eftir tíu mánuði! Heheh vonando að eithvað verði úr því! :) Þá getum við sigrað mollið saman, það yrði mjög sterkur leikur! :)


    p.s langar ekkert sov mikið að smakka hrísgrjónaréttinn þinn en ókey :);** Sakna þín sjúkt!

    ReplyDelete