En ég er aldeilis búin að hafa það fínt. Byrjaði daginn snemma í gær og henti mér í ræktina, svo nældi ég mér í idodinn og bók og smellti mér í sundlaugargarðinn. Það er búið að vera rosalega gott veður í dag og í gær, einhver hitabylgja... alveg 25 stiga hiti í dag og gær með sól og á að hitna en frekar á morgun. Ég lá þar eins og skata og las fínnustu bók. Svo kom ég heim um kvöldmatarleytið og talaði aðeins við múttuna og Agnesi á skype :) Eldaði mér hrísgrjónarétt (já Gunnþórunn, hrísgrjón) sem smakkaðist ljómandi vel og svo skellti ég stelpumynd í tækið, maska á andlitið og hafði það notalegt.
Í dag var sama uppá teningnum nema ég ákvað að sigra mollið í leiðinni. Lagði af stað um 1 leytið og var að koma heim núna fjórum tímum síðar. Gerði aldeilis fín kaup myndi ég segja. 2 skópör, 3 eyrnalokkar, 2 hálsmen, stuttbuxur, 2 skyrtur, loðvesti, 3 bolir og gallabuxur á 20.000 kr íslenskar, ekki slæmt það myndi ég segja :) er alveg að elska það að versla hérna, mér finnst í rauninni verðið hérna bara sanngjarnt verð fyrir vöruna ef þið vitið hvað ég á við !
Ætla að láta nokkrar myndir fylgja frá notalegu helginni minni, hlakka þó mikið til að fá minn mann heim á morgun og ég er jafnvel að spá í að baka eitthvað gott... Aðeins ef þeir vinna leikinn þó!
XXX Líf
Ljúft á sundlaugarbakkanum |
Einkasundlaug (nánast, fólkið hér notar þetta ekki mikið) |
Er alveg smá ástfangin af nýja vestinu mínu! |
Já vá, væri alveg til í að eyða 20 þús kalli og fá svona marga hluti !! Magnað alveg :)
ReplyDeleteKnús til þín Líf mín ;*
Kv. Karítas
Váá mikið hlakka ég til að koma eftir tíu mánuði! Heheh vonando að eithvað verði úr því! :) Þá getum við sigrað mollið saman, það yrði mjög sterkur leikur! :)
ReplyDeletep.s langar ekkert sov mikið að smakka hrísgrjónaréttinn þinn en ókey :);** Sakna þín sjúkt!