Monday, October 10, 2011

Ameríka í öllu sínu veldi

Jæja þá hafa aldeilis orðið smá heimsálfubreytingar hjá mér.
Fór frá Afríku til Evrópu og loks til Ameríku og hér er ég. Ferðin hófst seinnipartinn þann 6. október eftir ljómandi góðan lunch hjá ömmu, ég náði yndislegum tíma heima og náði að hitta lang flesta sem var frábært. Pabbi og Anna skutluðu mér á völlinn og vélin var komin í loftið 17:50 eins og planið var. Ég lenti í New York fimm og hálfum tíma síðar, ein og í bullinu. Neinei ég kom mér í gegnum vegabréfaeftirlitið þó að gæjinn var ekki alveg að meta svörin hjá mér, hvað í ósköpunum ætlarðu að gera í tvo mánuði í Ameríku???? Hver borgar??? Þú veist að þú mátt ekki vinna!!! Hvað ertu með mikinn pening á þér???? og fleiri skemmtilegar spurningar en ég svaraði þeim nú bara í jákvæðum gír og losnaði frá honum að lokum. Nú tóku við tíu tímar af bið á einum stærsta flugvelli í heimi og ég þekkti engan. Ég var reyndar ekki lengi að kynnast fólki. Lögfræðingur frá Manhattan og skipasölumaður frá Saint Martin í Miðjarðarhafinu. Þau sagt kynntust hvort öðru í London, millilentu bæði á Íslandi og ég hitti þau í New York. Tíminn flaug áfram og við spjölluðum og spjölluðum um heima og geima en það var rosalega skemmtilegt að kynnast fólki á þennan hátt en ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og aldrei ferðast ein. Um 6 leytið morgunin eftir fór ég í flug til Charlotte sem er borg hérna í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Norður Karólínu. Þar hinkraði ég í um klukkustund og var stefnan tekin á Huntsville Alabama. Þar beið mín myndarlegur piltur og það var ólýsanlega yndislegt að hitta hann aftur eftir tveggja mánaða fjarveru djísús!!! :*
Við smelltum töskunum inn í kaggann okkar nýja sem mun vera Ford nokkur Taurus. Fínasti bíll þótt Raggi hafi verið búin að búa mig undir eitthvað hræðilegt.

Ford Taurus 1999 módel = fallegur fákur
Íbúðin okkar er á miðhæð
 Fyrsta sem við gerðum var að skella okkur í Wall Mart og fá okkur subway, ég veit ekki mjög frumlegt en það var leikdagur svo það þurfti að vera svona í hollari kantinum. Nema hvað að íbúðin hérna er æði, ég er mjög svo ánægð með hana. Þetta eru svona fjölbýlishús, frá A-L og við búum í húsi númer L. Hér er rækt sem ég er aðeins búin að prófa, hef ekki séð hræðu þar svo við getum nánast orðað það þannig að ég sé með einkarækt, svo er sundlaug í garðinum sem er ekkert leiðinlegt ég viðurkenni það.
 Á föstudaginn var leikur sem þeir félagar slátruðu 2-0, ég hitti strákana úr liðinu, þjálfarann og svo var fullt af fólki úr stúkunni sem heilsaði mér og bauð mig velkomna. Fólkið hér er alveg fáránlega yndislegt og almennilegt, vilja allt fyrir mann gera og hjálpa eins og möguleiki er. Það er alveg sama hvort það eru aðdáendur liðsins, afgreiðslu- eða skúringarfólk allir vilja spjalla og flestir nefna það hvað hreimurinn okkar sé flottur :) Bara gaman og svo er annað sem er alltaf jafn yndislegt og öruggt og það er veðurfarið hérna mylord. Við erum að tala um 25 stiga hita og sól uppá dag frá því að ég kom, svo er alltaf logn þannig að þetta er bara æði !
 Eftir leikinn létum við plata okkur á Corn Maize, ef þið hafið séð myndina SIGN'S þá getiði ýmindað ykkur stemninguna, svona háir kornakrar nema hvað að það var fólk í vinnu við að fela sig í akrinum og stökkva á mann og bregða manni. Mér var nú vel brugðið á nokkrum stöðum og Ragga líka, verst fannst okkur gaur með vélsög sem stökk á mann og hjóp á eftir okkur .... Það var frekar skarí en þetta er liður í undirbúning fyrir Halloween sem verður haldið 31. október og það , já ÞAÐ verður eitthvað :)

Tekin í myrkri, sést aðeins í kornakurinn

Húsgagnamissjon hófst strax daginn eftir og við gerðum aldeilis góð kaup, 42 tommu sjónvarp, blandari, diskasett, leðursófi, leðursófaskemill, stofuborð, bókahilla, sjónvarpsskenkur, hnífasett, rúmteppi og fleiri smáhluti á 80.000 krónur íslenskar. Allt glænýtt úr viðurkenndum búðum, áttum svipað sjónvarp heima sem kostaði tvöfalda þessa upphæð. Þetta er rugl og ég fíla það!! Erum búin að vera á fullu að setja saman, aðalega Raggi, ég er andlegur stuðningur, og þetta fer allt að smella. Eigum reyndar eftir að kaupa eldhúsborð og stóla sem er ekki eins auðvelt en Kanarnir eru ekkert að missa sig í að selja svoleiðis enda ekki mikið að missa sig í að elda yfir höfuð heima fyrir.
Að setja saman í gærkvöldi

Helgin var yndisleg bara, keyrðum bílinn sirka 150 kílómetra og þessi laugardagur hefur fengið nafnið "Alþjóðlegi snattdagurinn" enda var mikið græjað og sansað en við ætlum í aðra slíka ferð á miðvikudaginn og græja það sem eftir er. Svo mun ég láta heimilismyndir fjúka inná bloggið hvað á hverju eftir þá ferð.
Sunnudagurinn var leikdagur en þá unnu þeir 1-0 og við höguðum okkur eins og sannir Kanar, fórum út að borða á stað sem heitir AppleBees og fengum okkur ostabrauðstangir í forrétt, hamborgara í aðalrétt og yfirþyrmandi góðan eftirrétt : heit súkkulaði kaka með karamellusósu, vanilluís, þeyttum rjóma OG oreo kexi!! Höfðum sem betur fer vit á að deila saman einum eftirrétti en ég valt útaf þessum stað, mikið var þetta gott OG óhollt vá!!!
En annars er allt frábært að frétta, Raggi er í prófi í dag og á morgun og svo ætlum við að fara sansa einhver námskeið fyrir mig eða einhvern fjanda til að gera. Ég er opin fyrir öllu og ætla bara að sjá hvert tækifærin leiða mig, á það ekki að vera svoleiðis annars??? :)
XXX Líbba Alabama!

Ekki lengi verið að koma sér í rétta gallann

3 comments:

  1. Snilldin ein! Njóttu Ameríkunnar í botn :)

    ReplyDelete
  2. - kv. Lóa Guðrún hahah.

    ReplyDelete
  3. Vá Líf - ég er bara smá abbó :)

    Kv. Karí

    ReplyDelete