Verð nú að byrja á því að mér finnst fyrirsögnin hreinlega ótrúleg, mér finnst ég hafa verið hérna miklu lengur en í 3 vikur. Samt alls ekki þannig að mér leiðist hérna eða svoleiðis, meira bara mér finnst svo mikið hafa gerst á stuttum tíma.
Ég heimtaði afmælismynd fyrir svefninn! |
spyrja hvað ég gerði rangt!? Jújú grunaði ekki gvend. Þannig er nú mál með vexti hérna í Bandaríkjunum að það eru STOPP merki , ALLS staðar!!! Nema hvað að það verður að stöðva öll hjól, sem ég veit vel, jafnvel þó að maður sjái að maður komist vel. Þá hafði ég sem sagt hægt vel á mér, greinilega ekki stoppað alveg nógu vel þó! Algjörlega óvart, en minn maður sagði að ég hefði keyrt framhjá skiltinu án þess að svo mikið sem líta upp!!!! Nú hann hélt áfram fögrum orðum, til dæmis um að ökuskirteinið mitt væri eitthvert helvítis grín, hann hafði aldrei séð slíkt áður. Spurði mig hvort ég væri heyrnalaus og afhverju ég skyldi ekki neitt. Á endanum náði ég að sannfæra hann um að snúa við með mér til Ragga en það vildi til (sem betur fer) að hann var heima. Ég hleyp upp í íbúð með tárin í augunum og tilkynni sambýlismanninum að það sé lögreglumaður fyrir utan og hann sé nokkurn veginn að missa vitið úr reiði. Raggi röltir út hinn rólegasti, sýnir manninum alla pappíra og sömuleiðis sitt ökuskirteini sem hann áminnti hann um að væri alþjóðlegt. Lögreglan virtist nú róast við þetta og rúsínan í pylsuendanum var klárlega þegar hann snéri sér að Ragga (lét eins og ég væri ekki til) og sagði þessu fleygu orð :: Já þú verður allavega að kenna henni að keyra! Engin sekt eða neitt sem betur fer, enda kostar 120.000 íslenskar krónur í sekt fyrir að henda rusli útum gluggann! Svo keyrði Raggi mér í vinnuna, ekki því ég var ekki búin að læra að keyra, meira útaf sjokkinu sem þetta kom mér í !
Nú daginn eftir að ósköpin öll dundu yfir áttum við Raggi 7 ára sambandsafmæli, búið að líða frekar mikið hratt :) Við fórum í matarinnkaupaferð eftir skóla hjá Ragga og svo var haldið til Felix þar sem ég eldaði heilan kjúkling með tilheyrandi. Svo var tekinn smá sopi og fleiri strákar úr liðinu mættu á staðinn. Eftir það var haldið á skemmtistaðina og gaman að segja frá því að ég er orðin 17ára aftur. Sem er glatað, hér er aldurstakmarkið 21 árs og það er ekkert blikk á dyravörðin hér neitt. Svo að ég fékk þessi fínu Xmerki á hendurnar, sem þýðir að ég má fara inn en má ekki versla á barnum. Það var svo sem allt í góðu.
Daginn eftir héldum við svo öll þrjú til Atlanta eftir æfingu hjá strákunum. Það er sirka 4 tíma akstur og við Íslendingarnir vorum nú bara svöl á því, hvorki með kort né GPS. En umferðarmerkingarnar eru það góðar og svo er nú alltaf klassík að stoppa á bensínstöðvum til að biðja um hjálp. Þetta gekk allavega eins og í sögu að komast til Atlanta, sömuleiðis að finna hótelið. Svo vorum við eitthvað að tuða um hvar við ættum að borða og strákarnir voru nú ekki alveg að nenna að leita eins og óðir að Cheesecake Factory en við komumst að samkomulagi ef við myndum sjá það þá myndi það verða fyrir valinu... Fyrsta sem ég rek augun í niðrí Miðbæ er auðivtað staðurinn og það alveg hreint ýskraði í mér af gleði. Maturinn var þvílíkt góður og vá þvílíkt battery sem þessir staðir eru vá ! 2 hæðir, 2 eldhús, útisvæði og allur pakkinn! Bara gott og svo var tekið smá miðbæjarrölt og skoðað aðeins næturlífið í Atlanta.
Þokkalega sátt alveg |
Vikan er búin að vera róleg til þessa, skelltum í lauflétt matarboð á mánudaginn fyrir hjálpsama nágrannan, naut og meððí ! vinna í gær og mikið gaman. Yfirmaðurinn minn bíður eftir mér með próf þegar ég vakna, jújú í gær átti ég nú bara að smella í að segja honum frá öllum þremur lögmálum Newtons á ensku, það gekk að vísu að lokum. Alltaf spennandi að vita uppá hverju hann tekur næst !
Raggi fór í dag aftur til Atlanta til að keppa leik seinnipartinn svo það er bara dúllerí hjá mér þar til í kvöld þá kemur hann aftur, ætla reyndar að fara í föndurgírinn. Sem hefur að vísu aldrei verið minn gír en það má reyna. Ætlum að smella í svo flotta Halloween búninga en ég ætla ekki að segja strax hvað þeir eru, ef ég færi nú að klúðra föndrinu. Skal gefa ykkur vísbendingu, þetta er íslensk hugmynd !!
Eigiði góða viku !
Ykkar Líf
Ps. Var að bæta inn nýjum myndum á fésbókina.
No comments:
Post a Comment