Sælir lesendur góðir.
Hér er allt rosalega gott að frétta af okkur skötuhjúum í Alabama. Raggi skilaði sér að lokum heim á sunnudagskvöldið og þá komu þeir Felix hingað heim í heimatilbúna pizzu.. Það var ekkert smá erfitt að finna hráefnin í pizzuna. Ég leitaði og leitaði af pizzasósu og í búð númer tvö fann ég eina flösku innan um BBQ sósur og fleiri amerískar sósur sem eru heilu hillurnar af í búðunum en ein pizzasósa. Það dugði mér allavega og ég fann allt fyrir rest og pizzan smakkaðist vel :)Svo tókum við "laugardag" í gær, Raggi var búinn snemma í skólanum svo við fórum saman í ræktina og svo útað borða á rosalega góðum tælenskum stað. Svo fórum við saman i svona útimoll, þar voru fullt af veitingarstöðum, búðum og meðal annars ein bókabúð þar sem við gerðum góð kaup! Það er alltof gaman að kaupa bækur en ég endaði með eina sem heitir CORE og er um hreyfingu og líkamann, Smoothie Heaven og Homestyle Chicken. Raggi minn keypi einhverjar peningabækur, eflaust mjög áhugaverðar. Svo skelltum við okkur í bíó í fyrsta sinn hér í Ameríkunni, fórum á myndina 50/50 sem átti að vera gamanmynd en mér fannst hún bara mjög svo sorgleg! Mér til mikillar ánægju var til nachos, veit ekki afhverju ég bjóst við að ég myndi ekki fá nachos hér af öllum stöðum. Mér var meira að segja boðið auka ostur, smjörklessur og allur fjandinn aukalega en ég lét mér nægja gamla góða og það smakkast mjög svipað og heima.
Morguninn í morgun var stresssssssandi, vaknaði um 10 þegar Raggi fór á æfingu og klukkan 12 fór ég í eins konar atvinnuviðtal! Já það er gaman að segja frá því að viðtalið við yfirmanninn gekk ljómandi vel og ég er komin með vinnu, réttara sagt verð ég nemi :) Staðurinn heitir D1 og er líkamsræktarstöð, þar er þreksalur en það sem einkennir staðinn er að hann þjálfar börn, unglinga og fullorðna í að læra tæknina samhliða íþróttinni sem þau eru að æfa. Þetta er sem sagt krakkar sem æfa íþrótt en koma þangað til að læra betri hlaupatækni, fótavinnu og ýmislegt sem getur komið þeim að góðum notum í íþróttinni sem þau æfa. Ég get verið þarna 3 daga í viku og ég er ótrúlega ánægð og byrja núna næsta fimmtudag!!! Hér má sjá umtal um stöðina sem birtist ekki fyrir svo löngu síðan :
""""D1 was recognized as one of the top 30 gyms in America by Men's Health Magazine. D1 also serves executives with boot camps, training classes and personal training. D1 Sports Therapy partner in Huntsville is SportsMed Orthopaedic Surgery and Spine Center."""
![]() |
Hér má sjá lyftingarsalinn |
![]() |
Svo er risastór völlur fyrir aðrar æfingar |
Smá prufa
ReplyDeletejeij geggjað að þú fékkst þetta ;) fer að heyra í þér svo fljótlega ;*
ReplyDeleteTil lukku með þetta sæta:)
ReplyDeleteFrábært Líf - til hamingju :)
ReplyDeleteKv. Karítas