Jæja, þá er ég lent á klakanum eftir mánaðardvöl í Afríku. Heimferðin gekk ljómandi vel og við vorum lentar klukkan 15:10 hér heima. Móðir og elskuleg systkini mín komu að sækja mig það var yndislegra en orð fá lýst að hitta þau aftur. Við fórum öll til Elínar móðursystur og hún var búin að undirbúa kökur og nýbakað brauð, rosalega gott og takk aftur fyrir mig!!! Þegar við komum heim fékk ég plokkfisk & rúgbrauð og svo smellti móðir mín í kaffiboð eins og henni einni er lagið og ég fékk til mín yndislega gesti í smá kvöldkaffi. Tilfinning er svo góð að hitta alla eftir mánaðarfjarveru. Nú taka við tveir dagar þar sem ég mun njóta Íslandsins í botn, hitta alla nánustu og halda svo vestur á höf þar sem ég mun hitta Ragga minn eftir 2 mánaða fjarveru. Fiðrildi í mallakút úr spenning :)
Afríkuferð - lokaorð höfundar
"""Þegar ég hugsa til baka um ferðina sem senn er á enda fyllist ég ýmsum tilfinningum. Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur en jafnframt það allra lærdómsríkasta. Ég er ótrúlega stolt af okkur Gunnþórunni fyrir að hafa látið verða af þessari ferð og ég tel mig hafa lært heilmikið og ég veit að ég mun búa að þessari reynslu alla ævi.
Ef það er einhver þarna úti sem langar að skella sér í eitthvað álíka en er tvístigandi, skelltu þér! Þetta er eitthvað sem maður mun aldrei sjá eftir og aldrei gleyma! """
No comments:
Post a Comment